Mér var hafnað í þessum kosningum, AFTUR!!
29.5.2010 | 21:23
Þetta er nú ljóti dagurinn fyrir mig. Ég var í framboði til sveitarstjórnar í mínu sveitarfélagi og náði ekki kjöri, ekki einu sinni sem varamaður. Þar með hef ég klikkað tvær kosningar í röð á rétt rúmu ári. Þetta er nú ferlegur árangur hjá mér í dag í ljósi þess að ég og konan höfðum samtals um 9% hlutdeild í greiddum atkvæðum í sveitarfélaginu.
Nú ætla ég næst í framboð til húsbónda á mínu heimili og sjá hvernig það fer, það verða bara tveir í framboði og tveir með atkvæðisrétt, þannig að ég gæti fallið í þeirri kosningu á jöfnum atkvæðum. Líklega er best að hafa þessa húsbóndakosningu ekki fyrr en næsta ár og undirbúa kosningabaráttuna vel. Ég auglýsi hér með eftir styrktaraðilum fyrir prófkjör og framboðið sjálft!!
Úrslit í Skorradalshreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.