X-Æ Jón Gnarr vonsvikinn með aðeins 7 menn vísa í borgarstjórn.
28.5.2010 | 14:09
Ég sá í auglýsingablaði sem kom með póstinum í morgun að Jón Gnarr er svekktur ef Besti flokkurinn fær bara 7 menn í Reykjavík á morgun. Hann vonast þó til að kjósendur átti sig á lokasprettinum og tryggi áttunda mann Besta flokksins inn í Borgarstjórn. Ég heyrði kveðskap um þetta sem ég læt fylgja hér með.
Atkvæðin virðast heldur fá,
kosningu betri vill hann fá.
Meirihluti er markmiðið,
svo við fáum vinnufrið.
Áfram x,y,z,þ.æ,ö,
við þurfum fleiri menn en 7.
Svo höfuðborgin verði fín,
kjósum Besta flokkinn og meira grín.
X-Æ, X-Æ, hó og hæ,
gleðjumst út um allan bæ.
á laugardegi í ljúfum maí,
kjósum bara X-Æ, X-Æ.
Mun færri greiða atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.