X-Æ Danska lagið BEST í kvöld.

Mér fannst Danska lagið best í Eurovision í kvöld þannig að ég var ekki hissa þó það færi áfram. Þetta var eitthvað svo kunnuglegt lag og notalegt að hlusta á það. Kannski var það stolið eða stælt að einhverju leiti. Ég yrði ekki hissa þó það skoraði mjög hátt í lokakeppninni. Þetta var allavega miklu betra lag en sum lögin sem spáð er góðu gengi í keppninni og líka betra en þau sem ekki er spáð góðu gengi. En þetta er auðvitað smekksatriði og þjóðernispólitískt mál líka. Þess vegna er þetta svo spennandi keppni. Úrslitin ráðast af svo mörgu öðru en laginu sjálfu.

Alveg eins og í sveitarstjórnarkosningum á Íslandi sem bera upp á sama dag. Það er svo margt fleira sem ræður úrslitum í þeim en bara kosningastefnuskrá flokkanna. Líka spillingarstuðullinn og mútuþægni og almenn vanfærni frambjóðenda til pólitískra starfa, flokksóhollusta og undirlægjuháttur o.fl.

Nema auðvitað hjá Besta flokknum í Reykjavík. Þar eru færri þættir sem þarf að meta. Það er bara stefnuskráin og hvort það verði ekki aðeins skemmtilegra að hafa þann flokk og Jón Gnarr við stjórnvölinn.


mbl.is Danir áfram en ekki Svíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, einmitt, það verður nefnilegra mun skemmtilegra og von á því að margir muni loksins taka virkari þátt í stjórnun borgarinnar.

Ég hef a.m.k. aldrei haft jafnmikinn áhuga á pólitík og núna, allt Besta flokknum að þakka.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 23:13

2 identicon

Þetta lag er spilað á Bylgjunni mörgu sinnum á dag. Ég vissi reyndar ekki fyrr en í kvöld að þetta væri framlag Dana í Evróvision. Besta lagið.

Margrét (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 00:41

3 identicon

Auðvitað kannast þú við danska lagið.  Upphaflega hét það "Every Breath You Take" með hljómsveitinni The Police sem Sting var í hér um árið .

Björn I (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 08:21

4 identicon

Björn I

Einmitt það sem ég hugsaði þegar ég heyrði lagið í gær. Skuggalega líkt "Every Breath You Take" á köflum.

Einar (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 13:28

5 identicon

Ég heyrði það líka ... alveg nákvæmlega eins í byrjun alla vega.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 15:34

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl verið þið og takk fyrir athugasemdirnar. Ég hef greinilega heyrt rétt þegar ég hlustaði á danska lagið, að það væri undarlega kunnuglegt.

Munið svo á morgun að kjósa Besta flokkinn og Besta lagið og X-Æ.

Jón Pétur Líndal, 28.5.2010 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband