Múslimskir ofsatrúarmenn í Sviss?

Þegar Kínverjar og Pakistanar vilja hemja tjáningarfrelsið á síðum eins og Google og Facebook og You Tube þá köllum við þá ofsatrúarmenn eða mannréttindabrjóta og frelsissviptandi ritskoðara. Í gær var í fréttum að Pakistönsk stjórnvöld ætli að loka einhverjum vefsíðum. Þetta kölluðu sumir alfrelsisunnendur ofsatrú og öfgar múslimaheimsins.

Ef við erum sjálfum okkur samkvæm þá eru Svisslendingar á leið í þennan ofsatrúarhóp m.v. þessa frétt af löngun yfirvalda þar til afskipta af starfsemi Google. Þó þetta sé í deiglunni í Sviss þá held ég að múslimar séu ekki við stjórnvölinn þar og ekki heldur Kínverjar.

En kannski er hugsun stjórnvalda í Sviss orðin gegnsýrð af múslimskum áhrifum.
Nema málið sé það að það þurfi í raun að hafa einhverjar hömlur á þessum síðum. Kannski eru til fleiri hagsmunir en bara tjáningarfrelsi sem þarf að hyggja að á netinu. Kannski þarf að hafa reglur og takmarkanir svo tjáningarfrelsið eyðileggi ekki einkalífið og ógni ekki öryggishagsmunum. Eins og vel hefur sannast á Íslandi er það augljóst mál að algjört frelsi á einu sviði getur haft ófyrirsjánlegar og slæmar afleiðingar á öðrum sviðum. Ég held ég styðja bara þau stjórnvöld sem vilja setja hóflegar og skynsamlegar reglur sem þessi netfyrirtæki verða að hlýta. Það er skynsamlegra en algjörlega óheft frelsi á þessu sviði.


mbl.is Vilja koma böndum á Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Ég er ekki sammála því að það eigi að setja reglur á google um hvaða upplýsingar það safnar. Upplýsingarnar sem google er að safna saman eru "public" gögn sem fólk hefur sett inn á netið. Google er ekki að búa til malware til að komast inn í tölvuna þína heldur er google að safna upplýsingum sem þú setur út á netið.

Þetta er dáldið eins og að setja reglur um það hvernig fólk megi horfa inn i garðinn þinn þegar það labbar framhjá húsinu þínu. Það sem er í garðinum þínum er það sem þú settir þangað. 

Varðandi Pakistan og þessa rúmlega 400 síður sem þeir eru bunir að blokka fyrir ALLA sína þegna, trúaða sem og trúlausa. Mér finnst ótrúlegt að þér fynnst það allt í lagi, þér þætti það semsagt allt í lagi ef að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lokað fyrir allar þær síður og dagblöð sem  voru ekki þeim meðfylgjandi, þegar þeir réðu öllu hér ? Þeir voru jú kosnir af meirihlutanum og þeirra álit er álit allra Íslendinga.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 23.5.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Birgir og takk fyrir athugasemdina.

Auðvitað verða ekki allir sammála um þetta. Það kom nú reyndar fram í fréttinni að Google væri að birta einhverjar upplýsingar sem þeir hafa safnað um árabil af persónulegum netkerfum fyrir mistök! Hvaða mistök eru það?

En það er nú reyndar tilfellið á Íslandi að það er lokað fyrir alls kyns upplýsingar og mikil upplýsingastjórnun í gangi. Það er fullt af public upplýsingum hjá opinberum aðilum sem komast aldrei út úr bakherbergjum ráðamanna. Það þarf ekki að hemja netið út af svoleiðis upplýsingum þegar leyndin er svo mikil að þær komast aldrei á netið, eða þá ekki fyrr en það er orðið of seint eins og dæmin sanna. Og svo er náttúrulega alþekkt ýmis mismunun fjölmiðla á Íslandi. Nú furða íslenskir fjölmiðlamenn sig á velgengni Besta flokksins t.d. en eru þó um leið þeir sem hafa tryggt hana með jákvæðri umfjöllun um framboðið og greiðu aðgengi talsmanna þess að fjölmiðlunum. Svona er alls kyns upplýsingastýring í gangi hér. Þess vegna er hugsanahátturinn alveg sá sami á Íslandi og í Pakistan, það eru bara aðferðirnar sem eru eitthvað smávegis öðruvísi.

Jón Pétur Líndal, 23.5.2010 kl. 13:16

3 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Þessar wlan upplýsingar eru ekkert merkilegar, þeir vildu bara tengja þær við google maps þannig að þú gætir séð hvort að það væri einhver þráðlaus router í grend við þig (eða þann stað sem þú ert að skoða á google maps). En þessar upplýsingar ná flestir nýlegir símar nú til dags. Ég get til dæmis hveikt á wlan-scanning á símanum mínum og séð öll þráðlausu netin í húsinu sem ég bý í, eða þegar ég keyri niður laugarveginn þá get ég séð öll þráðlausu netin sem eru þar í boði. Google ætlaði bara að tengja þessi gögn við google maps. Enn og aftur þá eru þetta bara "public" gögn sem fólk setur út á netið (eða umhverfið), þeir voru aftur á móti ekki að reyna að brjótast inn á router'ana ef þær voru læstir.

Það er aftur á móti ekkert mál að komast inn á þessa router'a með smá kunnáttu, en það er aftur á móti annað mál  sem hefur ekkert með google að gera.

Það að það séu gögn sem "komast aldrei út úr bakherbergjum ráðamanna" hefur ekkert með málið að gera. Ef gögnunum er haldið leyndum þá eru þau ekki "public" og þá er google ekkert að reyna að ná í þau.

Mér finnst þetta dæmi hjá Sviss fjalla meira um það að taka ábyrgðina af þeim sem sjá um að passa að gögnin séu ekki aðgengileg og setja þau yfir á google þegar google finnur gögnin. En ef sá sem átti að hafa ábyrgðina með gögnunum hefði staðið sig þá hefði google aldrei fundið það.

kv,

Bigginn

Birgir Hrafn Sigurðsson, 23.5.2010 kl. 13:35

4 identicon

http://www.cracked.com/article_18540_5-reasons-you-should-be-scared-google.html

Þrátt fyrir að þetta sé síða sem alltaf ber að taka takmarkað mark á, þá er efni greinarinnar engu að síður umhugsunarefni...einmitt umhugsunarefnið sem þið móttakið ekki því þið hafið eflaust minna vit á umræðuefninu en jafnvel cracked.com

Leifur (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:18

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Leifur og takk fyrir ábendinguna. Þetta er fróðleg lesning sem þú vísaðir á.

Jón Pétur Líndal, 25.5.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband