Kjölturakki Jóns Ásgeirs.

Pálmi í Fons virðist skv. þessari frétt og fleirum þar sem fjallað er um viðskipti hans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vera eins konar kjölturakki Jóns Ásgeirs sem sá síðarnefndi hefur getað sigað út og suður í alls konar viðskiptum og rétt honum einhverjar sporslur fyrir. Og hann virðist enn hafa einhver bein að naga frá húsbóndanum ennþá, því hann sýnir honum fullkomna hollustu og kjaftar ekki frá neinu sem þeim fór á milli. Nú þarf að taka af honum beinin sem hann nagar og kvelja hann dálítið svo saksóknari geti tamið hann og fengið til að upplýsa hvað hefur eiginlega verið í gangi í þessu samstarfi þeirra Jóns Ásgeirs.

Það er alveg ljóst að í þessum viðskiptafléttum þar sem báðir eiga hlut að máli virðist Jón Ásgeir hafa ráðið ferðinni og sigað hinum út og suður. Sama virðist hafa verið í málinu þar sem Jón Ásgeir fékk milljarð frá Pálma út af Sterlingbraskinu. Það hlýtur því að verða taktík sérstaks saksóknara að rétta Pálma fleiri bein að naga, t.d. bjóða litlar kærur og vægar refsingar gegn greinargóðum upplýsingum um samstarfið við húsbóndann. Kjölturakkinn hlýtur að sjá sína sæng útbreidda nú þegar ýmislegt vafasamt og ólöglegt er að rakna upp og koma í ljós í eltingaleiknum við aflandsfélögin og undanskotin.

En kannski er það sterkasta sem hægt er að tefla fram til að pressa á menn eins og Pálma það ef hægt er að koma í gang sakamálum erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem áratuga fangelsisdómar kunna að liggja við brotum. Það getur verið betra að gjamma í sérstakan saksóknara en að taka áhættuna af málaferlum og saksóknum upp á slík býti. Þannig að nú er alþjóðleikinn í viðskiptafléttunum sem átti að slá ryki í augun á íslensku sveitamönnunum hugsanlega að verða sterkasta vopnið í baráttunni við endurheimt þýfisins og að upplýsa málin. Kýldu á þetta sérstakur saksóknari. Fáðu Bandaríkin og fleiri lönd í lið með þér. Því fleiri kærur á erlendri grund, því meiri sviti hjá þeim sem kærðir eru og þá ætti samstarfsviljinn að aukast.


mbl.is RÚV: Þriggja milljarða leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já náum þessum drullusokkum, hvers vegna eru þeir ennþá að reka verslanir sem við verslum hjá?

Sigurður Haraldsson, 25.5.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband