Hætta ber leik þá hæst hann ber.

Ég heyrði smá kveðskap um þetta mál sem ég fæ að birta hér þó hann sé afspyrnu lélegur. Þetta hljómar svona.

Baugur, Hagar, Gaumur, glens,
Glitnir bank og FL group.
Allt er fallið, hvissbang, púff,
Jón Ásgeir á engan sjéns.

Kyrrsettur í kofa flottum,
sötrar diet kók.
Bíður eftir stefnuvottum,
er þetta ekki djók?

Steinunn góða stefnu hefur,
stefnir þeim í þrot.
Glitnisliði stefnur gefur,
skúrkinn slær í rot.

Hætta ber leik þá hæst hann ber,
annars gjarnan illa fer.
Það sést best á þessu hér.


mbl.is Stefnan í höndum lögmanna Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband