Bretar ætla að krefjast fullra og óskoraðra yfirráða yfir Rockall skv. BBC

Það er helst í heimspólitíkinni að frétta að nú eru uppi vangaveltur um að Gordon Brown ætli að taka að sér að stýra Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Þá er það orðið ljóst að hann er löngu kominn á spenann hjá fjármálaöflunum, enda verið duglegur að hysja buxurnar upp um breska banka sem hafa verið að klúðra sínum málum. En í siðuðum löndum gengur svona ekki upp. Það er bara á Íslandi sem stjórnmálamenn fara í bankana, annars staðar ráða fagleg sjónarmið við ráðningu bankastjóra, eða er það ekki? Þannig að afdankaður og kolfallin í kosningum, breskur fv. forsætisráðherra verður varla ráðinn yfir AGS? Nú kemur í ljós hversu faglegur sá sjóður er í mannaráðningum.

 

Annað sem athygli vekur í heimsfréttunum og skiptir máli hér er að Bretar ætla skv. frétt á BBC að krefjast fullra og óskiptra yfirráða yfir Rockall. Ég verð að nefna þetta hér og biðja menn að vekja ríkisstjórnina okkar, hana JóSteinu, svo að hún tapi ekki mögulegum ítökum okkar í klettinum fyrir sama sofandahátt og hún er að tapa Sigurði Einarssyni úr höndum sínum. Hér er fréttin á BBC.  http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/scotland/highlands_and_islands/8677045.stm


mbl.is Fer Brown til AGS?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er álíka slæm hugmynd og þegar menn voru að gera því skóna að Tony Blair yrði fyrsti forseti Evrópusambandsins. Miðað við að Bush tókst að fá því framgengt að setja Paul Wolfowitz yfir Alþjóðabankann, þá kæmi mér samt ekkert á óvart ef Brown yrði settur yfir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann hefur svosem reynsluna af því að reka þrotabú...

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband