Kyrrsettu þeir líka Diet Kók flösku Jóns Ásgeirs?.

Loksins er farið að taka á þessum glæpagengjum. Nú er loksins farið að opna ormagryfjurnar eins og sumir kalla þetta. Þetta er mjög jákvætt, nú eru bankaránin að komast í lögformlegt ferli og dómstólar munu ákvarða hverjir eru saklausir og hverjir ekki af meintum bankaræningjum. Það gekk greiðlega að frysta eignir Jóns Ásgeirs þegar í það var gengið, en verst að frystingin nær kannski ekki til eigna sem hefur verið skotið undan úr hruninu og ekki enn verið rakið hvar eru niður komnar.

Nú er það spurning hvort Jón Ásgeir getur látið reka einhvern út af þessum aðgerðum. Það er hans vinsælasta gagnráðstöfun þegar fjallað er um hann með óviðeigandi hætti að hans mati að láta reka einhvern, sbr. nýlegan brottrekstur af fjölmiðli hans sem hlýtur nú að hafa verið kyrrsettur.

En kannski lætur Jón Ásgeir duga að snúa út úr aðgerðum yfirvalda með sama hætti og Sigurður Einarsson, að neita að taka þátt í þessu leikriti til að sefa reiði almennings, eins og Sigurður kallar það í fjölmiðlum í morgun. Kannski vill hann frekar fara í myndasafn Interpol en að mæta hjá sérstökum saksóknara þegar kallið kemur. Og kannski er hann svo blankur núna að hann á ekki fyrir farinu heim. Kannski á hann samt fyrir Diet kók eins og hann sagði forðum.

Við þá bankaræningja sem líta svona á málið get ég bara sagt að það sefar ekki reiði almennings að tekið sé á þeim með þessum hætti, en þær upplýsingar sem dómstólar hafa byggt ákvarðanir sínar á undanfarið eru miklu frekar til þess fallnar að auka á reiði almennings, því nú er það að verða skýrara með hverjum deginum sem líður að glæpastarfsemin hefur verið enn ósvífnari en nokkrum manni hafði dottið í hug, samanber það að stjórnendur Kaupþings skyldu hafa stungið neyðarláni Seðlabankans frá hrundögunum 2008 í eigin vasa í ofanálag við allt annað sem kvisast hafði út um þessa starfsemi þeirra.

En skilanefnd Glitnis óska ég til hamingju með árangursríkar aðgerðir gegn fyrrum aðalbankaræningja þess banka.


mbl.is Óska kyrrsetningar eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Loksins..Vona bara að tíminn hafi verið vel nýttur og ekkert klikki í þessu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.5.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Og dietið..Það er kannski þar sem meira en ein kókflaska finnst!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.5.2010 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband