Eru nokkur þúsund milljarðar ekki góð rök?

Það vantar engin rök til að grípa til aðgerða eins og frelsissviptinga í þessum málum. Rökin eru ómældar fjárhæðir sem hafa horfið úr bankanum eða verið ráðstafað með óeðlilegum hætti undir stjórn þessara manna. Rökin eru svindl og blekkingar til að láta líta út sem allt væri í besta lagi á sama tíma og bankinn var nánast að verða fokheldur að innan. Rökin eru misnotkun á stjórnvöldum og lánstrausti Íslands. Rökin eru misnotkun á íslenskum almenningi. Rökin eru þjóðhagslega hættulegt tjón sem forsvarsmenn bankanna bökuðu Íslandi með háttsemi sinni. Rökin eru ábyrgðarlaus bankastarfsemi. Rökin eru að stjórnendur greiða sjálfum sér himinhá laun og bónusa vegna góðrar frammistöðu í störfum sínum þegar frammistaðan er í raun hörmuleg. Rökin eru landráð. Rökin eru ótalmörg.

En ég skil ekki hvaða rök eru fyrir því að gera ekkert í að klófesta þýfið. Af hverju eru ekki allar eignir þessara manna frystar? Ég vil fá rök fyrir því aðgerðaleysi.


mbl.is „Þarf að færa fram sterk rök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sammála síðustu málsgrein þinni, hvers vegna í ósköpunum er ekkert gert til  að ná í fjármunina alla sem  við vitum að þessir menn hafa skotið undan?

Guðmundur Júlíusson, 8.5.2010 kl. 20:17

2 identicon

Ætli það sé mikið eftir að fjármununum, eftir að hafa flogið um á þotum, drukkið 50 ára gamalt vín, og spreðað því á almennt sukk og lélegar fjárfestingar. Ég held að við fáum lítið sem ekkert af þeim peningum til baka. Í staðinn þá þurfum við að fylla upp í fjármálagatið með skattpeningum og niðurskurði. Enda er ríkið rekið með 100 milljarða halla, og lífeyrissjóður starfsmanna ríkissins vantar 480 milljarða til þess að geta staðið undir loforðum sínum.. svo eitthvað sé nefnt.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 21:06

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Þessir 100 milljarðar sem voru millifærðir úr Kaupþingi síðustu vikurnar fyrir hrun eru kannski ekki alveg horfnir peningar ennþá. Það er nauðsynlegt að skrapa saman það sem hægt er. Er ekki hluti af bruðlinu einhverjir bílakjallarar undir bönkunum fullir af lúxusbílum og nokkurra milljarða snekkjur við Miðjarðarhafið. Það á að hirða þetta allt og koma þessu í verð. Svo eru einhverjar fasteignir. Eiga þessir menn ekki heimili í helstu borgum Evrópu? Eru flestir þeirra ekki með nokkur nokkur hundruð milljóna eða jafnvel nokkurra milljarða hús undir sér? Það á að skrapa þetta saman og taka til baka. Engin spurning um það.

En það er alveg rétt að ríkissjóður er á hausnum sem og flest sveitarfélög og opinber fyrirtæki. Það er svo annað vandamál sem þarf að taka á. Þessir skaðræðis spillingargrísir í pólitíkinni þurfa sína rassskelli líka. Það gengur ekki þessi endalausi halli á öllum þessum rekstri. Ríkið ásamt öðrum opinberum aðilum er orðið svo umsvifamikið í sínum taprekstri að þó það fengi hverja krónu til sín í skatta sem almenningur fær útborgaða í laun í landinu, dygði það ekki til að rétta af hallann og borga niður skuldir.

Jón Pétur Líndal, 8.5.2010 kl. 21:15

4 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Sæll ! Margir þeirra hafa flúið land undan augliti landans, aðrir fara sér mjög hægt og eru orðnir fólksfælnir. Láta ekki sjá sig á götum úti og tjá sig ekki nema gegnum milliliði.Peningarnir er erlendis, bundnir í eignum sem hæfa svona fínu fólki. Þær verða ekki fluttar milli landa og ekki framseldar til Íslands á meðan greiddir eru skattar og gjöld í viðkomandi landi. Við munum aðeins ná í brot af þessu fé en það borgar sig samt að reyna hvað hægt er. Við gætum haft heppnina með okkur......eða hvað ?

Ég vil amk trúa því

Árni Þór Björnsson, 9.5.2010 kl. 00:19

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lesturskvitt. Fyllilega sammála. Nú þurfum við að taka til í pólitíkinni í gegnum sveitarstjórnarstigið.

Haukur Nikulásson, 9.5.2010 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband