Of dýr maður til að hafa hann í steininum.
7.5.2010 | 19:24
Það var nú varla annað í stöðunni en að leysa Magnús frá störfum. Hann mætir hvort eð er ekki í vinnuna lengur þannig að þetta hefur varla verið flókin ákvörðun hjá stjórn bankans. Og nú er svo mikil kreppa í fjármálaheiminum að það er ekki hægt að hafa svona dýran mann í vinnu ef hann mætir ekki.
Og svo er það Sigurður Einarsson sem mætir ekki hjá sérstökum saksóknara. Hvað á að gera við hann? Sækja hann? Er hann flúinn frá landinu fyrir fullt og allt?
Gráleitum augunum trúi ég hann gjóti,
aumingja Siggi hann þorir ekki heim.
Magnús leystur frá störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ne hann er ekki OF dýr
hann er fucking RÁNDÝR
eirir engu
skítapakk
Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 20:27
Aumingja Siggi fer bráðum að missa hold af hlaupunum.
Aðalsteinn Tryggvason, 7.5.2010 kl. 21:16
Málið með Sigurð er ekki að hann mætir ekki. Hann er ekki búinn að svara því hvort hann vilji flýta yfirheyrslu sinni. Hann á boð um yfirheyrslu seinna en Olafur eða hvað hann heitir vill fá hann fyrr. Kynna sér málið áður en þú skrifar um það
Bjarki (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 10:42
Kannski leiðast manninum bara svona yfirheyrslur?
Ég sé nú ekki í fljótu bragði að hann hafi nokkurn tíma til að sendast á milli landa til að fara á kjaftatörn við íslenska embættismenn.
Árni Gunnarsson, 8.5.2010 kl. 15:45
Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Sorry Bjarki að ég skyldi ekki lesa mér betur til. Auðvitað á Sigurður ekkert að vera að flýta sér í yfirheyrslur ef hann er beðinn um það. Auðvitað á hann bara að mæta þegar hann vill sjálfur. Hann vill heldur ekki tala við neinn sem hringir í hann. Auðvitað á hann ekki að gera það, bara vera einn í sínum heimi og ekki að elta þetta vesen í einhverjum saksóknara sem vill yfirheyra hann út af einhverju bankaráni. Það liggur ekkert á að ræða það fyrr en eftir sumarfrí eða hvenær sem það hentar nú. Ég er alveg sammála þér.
Jón Pétur Líndal, 8.5.2010 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.