Nefndarmenn nokkuð skynsamir.
12.4.2010 | 16:26
Það var ljóst löngu áður en skýrslan kom út að hún gæti ekkert annað en valdið fjaðrafoki.
Hefði ekkert krassandi verið í henni hefði allt orðið vitlaust yfir því að nefndin skyldi ekki í rannsóknum sínum finna alvarlega misbresti og svik þegar slík mál hafa verið að koma í dagsljósið nánast daglega í heilt ár.
Það verður því að teljast eðlilegt af skynsömum mönnum að viðurkenna staðreyndir og varpa ljósi á þær eins og gert er í skýrslunni fremur en að gera sig samseka um þáttöku í þessari altumlykjandi vanhæfni og sviksemi sem skýrslan fjallar um með því að þykjast ekki finna neitt athugavert í aðdraganda hrunsins eða að reyna að gera lítið úr því í skýrslunni.
Skýrslan kom þjóðinni á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
laga laga lagaprófessorinn
Krímer (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.