Varla traustvekjandi aðgerðir.

Það er greinilega búið að finna lausnina á skuldavandanum. Sama lausnin er notuð á Íslandi og í Grikklandi. Það eru tekin lán fyrir skuldunum, gefin út skuldabréf sem ekkert er á bakvið. Varla er þetta nú traustvekjandi lausn.

Ég var í Bretlandi í vikunni og hitti marga Breta sem spurðu í vorkunnartón út í ástandið á Íslandi. Það kom nokkuð á óvart hve Bretar virðast fylgjast vel með Íslandi. Almennt langar þá að heimsækja okkur, langar að koma til Íslands. Ísland hefur ennþá ímynd hins hreina og óspillta lands, að frátöldu fjármálakerfinu. Þeir spurðu flestir í forundran af hverju það væri ekkert tekið á þeim sem báru ábyrgð á bönkunum fram að hruni, af hverju þeir gengju lausir og sumir vissu líka að þessir menn hafa verið duglegir að koma sér fyrir í London. Ég svaraði sem rétt er að ríkisstjórnir Íslands og Bretlands virðist bara vilja pönkast á skattgreiðendum til að laga málin, en þeir sem ábyrgð bera eru víst friðhelgir.
Bretar telja raunar flestir, ef marka má þá sem ég ræddi við, að Bretland sé á sömu leið og Ísland í efnahagsmálum. Skuldirnar séu allt of miklar, bankamenn alltof friðhelgir og stjórnmálamenn alltof spilltir. Í Bretlandi er raunar lögð ofuráhersla á að láta sem allt sé í besta lagi af því að kosningar eru framundan í vor. Stjórnin vill víst ekki láta kosningaumræðuna snúast mikið um raunverulegt ástand og horfur. Það er alls staðar sami feluleikurinn og spillingin í pólitíkinni.


mbl.is Skuldavanda slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nákvæmlega sama viðhorf og ég heyri aftur og aftur hvert sem ég fer. Stóra spurningin er: af hverju er ekki þeim sem fengu borgað fyrir að taka ábyrgð, látnir taka ábyrgð?

Auðvelda leiðin er að senda þetta allt á hinn venjulega þegn, nema þegar þegninn neitar að la´ta traðka á sér.

Hrannar Baldursson, 28.3.2010 kl. 06:31

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er nú kanski frekar - hversvegna eru lántakendurnir ekki látnir greiða sem og þeir sem settu regluverk Evrópu sem er kolvitlaust -

Útrásarliði fékk ekki borgað fyrir ábyrgð - en það lið á að borga - Hversvegna eru þeir fjármunir sem það lið hefur undir höndum ekki teknir?????

Þeir sem bera ábyrgð á því að það er ekki gert eiga líka að svara til saka.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.3.2010 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband