Furðulegt yfirlæti í Google eigendum.

Það er greinilegt að eigendur Google telja sig hafna yfir lög og reglu eins og oft verður þegar velgengni stígur mönnum til höfuðs. Þeir vilja ekkert fara að Kínverskum lögum, þeir vilja bara starfa þar á sínum forsendum og ætlast til að stjórnvöld í landinu lagi sig að því. Minnir þetta nokkuð á Ísland og útrásina?

Sennilega er þeir orðnir of stórir upp á sig til að lúffa, þannig að niðurstaðan verður sennilega sú að þeir verði reknir frá Kína. Það eru furðulegir viðskiptahættir að láta reka sig þaðan út af heimskulegri sérvisku. Og bendir til að Google stefni í sömu átt og Netscape, Altavista og fjölmargir aðrar sem risu hátt í netheimum. Að endalok Google séu að hefjast. Þegar svona stórt fyrirtæki getur ekki starfað eftir reglum fjölmennasta ríkis í heimi er það ekki góðs viti. Í Kína er tvímælalaust mest vaxandi markaður veraldar á flestum sviðum, líka fyrir Google. Það er því furðulegt að vilja ekki taka þátt í þeim markaði.


mbl.is Kína varar Google aftur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekkert furðulegt við að vilja ekki taka þátt í ritskoðun... Muna mottó google: Do no evil.

Ritskoðun er af hinu illa...

DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 13:15

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll DoctorE og takk fyrir athugasemdina. Það er alls staðar ritskoðun eða upplýsingastjórnun af einhverju tagi í gangi. Líka á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hvaða miðill er hægt að segja að sé alveg óháður hér? Er hægt að fullyrða að Google vefsvæðið sé óháð? Það er mikil sjálfsblekking ef við höldum að upplýsingar flæði hér frjálsar, þessu er öllu stýrt meira og minna. Sama er í Kína. Það er bara blæbrigðamunur á okkar upplýsingastjórnun og þeirra. Þess vegna skil ég ekki þetta yfirlæti í Google. En ég er sammála þér um að þetta er af hinu illa. En það breytir engu hvað Google finnst um það. Þeir eru ekki við völd í Kína og fá engu ráðið.

Jón Pétur Líndal, 17.3.2010 kl. 14:42

3 identicon

Ef Google vill ekki fara eftir Kínverskum lögum þá lokar Kínastjórn á þá. Einfalt!

Svo gengur ritskoðun kínverskra stjórnvalda (eða upplýsingastjórnun eins og þú kýst að kalla hana) mikið lengra en á vesturlöndum. Reyndar svo langt að þadð er hægt að tala um að mannréttinabrot þar sem fólki er neitaður aðgangur að upplýsingum sem það á rétt á og það má ekki tjá sig um ákveðin málefni án þess að eiga það á hættu að lenda í fangelsi. Getur þú bent mér á málefni sem ekki má fjalla um til dæmis í bandaríkjunum eða íslandi þar sem fólk á það á hættu að lenda í fangelsi fyrir það eitt að tjá sig.

Bjöggi (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 20:16

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Bjöggi. Já, það er enginn vandi að benda á svona dæmi á Íslandi. T.d. þegar Ástþór Magnússon varaði við því opinberlega á sínum tíma að þáttaka Íslendinga í Íraksstríðinu, sem fólst aðallega í að leyfa Bandaríkjamönnum að nota lofthelgina og Keflavíkurflugvöll í þessu stríði, gæti orðið til þess að íslensk flugstarfsemi yrði skotmark hryðjuverkamanna. Það leið ekki á löngu þar til Ástþór var sóttur og settur í varðhald fyrir að koma þessari skoðun sinni á framfæri. Fræg er svo orðin uppákoman þegar hann mætti fyrir dómara í jólasveinabúningi, ataður tómatsósu til að benda á fáránleika þessarar ritskoðunar eða upplýsingastjórnunar íslenskra yfirvalda.

Jón Pétur Líndal, 18.3.2010 kl. 15:44

5 identicon

Já, þetta kemur víst fyrir hérna, en samt sem áður, þetta er verra í Kína en á Vesturlöndum (flestum).

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband