Ekkert þráttað um nýja bankalöggjöf hér.

Ég lít nú ekki mikið upp til Bandaríkjanna í fjármálastarfsemi. Ekki get ég sagt það. En þeir mega nú eiga það að frá því Lehman bankinn féll er þingið búið að þrátta um nýjar reglur fyrir fjármálakerfið. Þeir eru sem sagt búnir að skilja það frá upphafi hrunsins að breyta þarf kerfinu, þó ekki séu allir á einu máli um hvernig því skuli breytt. Það er gáfumerki fyrir Bandaríkjamenn.

En hér á landi hrundi ekki bara einn stórbanki og nokkrir af þeim litlu eins og í Bandaríkjunum. Hér hrundu allir stórbankarnir og allir þeir litlu líka. Á Íslandi voru það bara nokkrir af pínulitlu bönkunum sem hrundu ekki. Samt er ekki búið að þrátta neitt um nýjar reglur eða löggjöf fyrir bankakerfið á Íslandi. Hér hafa menn bara flýtt sér að endurreisa gamla kerfið án þess að laga undirstöðurnar, regluverkið, nokkuð. Það er því næstum því öruggt að okkar bankakerfi muni hrynja aftur fljótlega.

Þetta er eins og með annað hjá okkar stjórnvöldum, þau skortir yfirsýn og skilning, forystu og framsýni til að gera nokkuð gagn í þessu eða öðru sem máli skiptir.


mbl.is Bankafrumvarp að fæðast vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband