Heiðarleiki lögmannastéttarinnar minnkar jafnt og þétt.
13.3.2010 | 21:57
Það fjölgar dæmunum um óheilindi lögmanna. Alltaf kemur það betur í ljós að þeir eru allra manna fégráðugastir, útsmognastir og duglegastir við að upphugsa nýjar leiðir fyrir glæpamenn til að ná meiri tökum á þjóðfélaginu.
Þessi nýja aðferð Sigurðar G. Guðjónssonar, að kaupa sér kröfu á þrotabú og vilja alls ekki fá hana greidda er nýjasta dæmið um þetta. Er furða þó spillingin í þjóðfélaginu sé víðtæk, þegar þeir sem eiga að hafa þekkingu á lögum, hafa lært þau í háskóla og ættu að skilja pínulítið meira en ólærðir um hvað þau snúast og jafnvel að bera einhverja virðingu fyrir þeim, finna sífellt upp á einhverju til að fara í kring um þau. Spilltari getur lögfræðingur varla orðið, en þegar hann leggur sig í líma við að fara á svig við lögin, notar háskólamenntun sína í lögfræði og reynslu af lögmannsstörfum til þess. Það er verið að búa til leiðir fram hjá lögum og réttarkerfi landsins til að hafa áhrif á mál með mjög óeðlilegum hætti. Sigurður er í raun að brjótast inn í réttarkerfi Íslands.
Þessu má líkja við það ef starfsmaður öryggisþjónustu notar sér kunnáttu sína og þekkingu til að stela af kúnnunum í stað þess að gæta eigna þeirra, eða þegar sérfræðingar í hugbúnaði og tölvukerfum nota kunnáttuna til að komast yfir upplýsingar sem þeir eiga ekki að komast í.
En það má að vísu ekki gleyma því að á bak við Sigurð er talið að glæpamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson standi, hann muni kaupa upplýsingar þær sem Sigurður getur aflað sér með þessum hætti til að koma meintu þýfi sínu í var á flóttanum undan kröfuhöfum.
En hvar er Lögmannafélag Íslands núna? Eru engir sómakærir menn þar eða hvað? Ef Lögmannafélagið gerir ekkert til að hemja siðleysi lögmanna þá er það víst bara af því þeim er alveg sama. Það verður að skilja sem svo að lögmenn séu almennt að gerast fremur glæpahneigðir og telji það skaffa betri tekjur að vinna með glæpamönnum og taka þátt í spillingunni, en að standa vörð um lögin, heiðarleikann og þjóðarhaginn.
Keypti sér kröfu á Fons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Athyglisvert hjá þér í meira lagi, lögmenn eru að verða eins og maður kannast við þá í bandarískum bíómyndum, eltandi sjúkrabíla og sitjandi um fórnarlömb árekstra tilbúna með nafnspjaldið og sorgarbrosið.
Háskólinn hefur því miður algerlega gleymt frumskyldu sinni sem er að innprenta heiðarleika og ábyrgð inn í hausinn á sínum nemendum í gegnum árinn.
Guðmundur Júlíusson, 13.3.2010 kl. 22:56
já, segðu
ekki bara hefur gleymst að innprenta heiðarleika, heldur líka hefur algerlega brugðist að kenna lögmönnum siðferði og æfa siðferðisþrek þeirra - fégráðugir skúrkar og hvítflibbaglæpamenn, það eru lögfræðingar upp til hópa í dag.
Gestur (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.