Einföld leið til að draga úr áhættu í fjármálakerfinu.

Vilji er í raun allt sem þarf til að hemja fjármálakerfið. Ef viljinn er fyrir hendi eru leiðirnar fjölmargar.

Ein er t.d. sú að hafa bindiskyldu í samhengi við stærð fjármálakerfisins. Á Íslandi t.d. hefði ekki orðið svo alvarlegt hrun ef bindinskyldureglan hefði verið sú að allt umfram t.d. 3-4 þúsund milljarða efnahagsreikning fjármálakerfisins hefði fallið undir bindiskyldu. Þá hefði ekkert þýtt fyrir bankana að ná sér í auðfengið lánsfé frá Seðlabankanum o.fl. lánastofnunum út á svokölluð ástarbréf frá hver öðrum því þeir hefðu þurft að leggja það fé inn í Seðlabankann hvort eða er. En með þessum lántökum var í raun bara verið að svíkja út fé sem síðan lendir á lánardrottnum og skattgreiðendum að tapa. Þetta hefði sem sagt verið auðvelt að koma í veg fyrir. Með þessari aðferð myndast um leið þak á stærð fjármálakerfisins. Samt er hægt að hafa opinn fjármálamarkað að þeirri stærð sem þessi bindiskylda setur honum. Og þetta myndi leiða til hagræðis í fjármálakerfinu með því að gera því erfiðara fyrir að stækka endalaust með platpappírum á milli banka innan kerfisins.

Þetta er ein leið af mörgum til að takmarka mikið áhættuna af bankakerfi. Þetta ættu Íslendingar nú að gera. Skyldu Bretarnir fatta þetta eða finna einhverjar aðrar leiðir. Eða er þetta innantómt mas í þeim núna?


mbl.is ,,Stór útgáfa af Íslandi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband