Þetta hefur legið fyrir lengi.
11.3.2010 | 09:54
Þetta eru engar nýjar fréttir. Skynsamir menn eru löngu búnir að sjá þetta. En ýmsir málsmetandi menn, t.d. ríkisstjórn íslands, er í afneitun og telur sig vita betur. Það er bara spurning hve langt við þurfum að sökkva áður en ríkisstjórnin og áhangendur hennar átta sig. Sem betur far taka efnahagsleg morð og sjálfsmorð talsverðan tíma og ýmsar lækningar sem hægt er að nota til að afstýra slíkum hlutum, þannig að vonandi er enn ekki of seint að snúa til baka af þessari braut.
En af hverju er ekkert gert í að koma lögum yfir þá sem komu okkur í þessa stöðu? Af hverju eru þeir ekki í gæsluvarðhaldi og eignir frystar á meðan málin eru rannsökuð? Það hefur aldrei fyrr gerst í siðuðu ríki að svo alvarlegir og víðtækir fjármálaglæpir hafi verið framdir eins og hér án þess að nokkuð sé gert í því.
Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona glæpir gætu hvergi gerst nema hér. Stjórnvöld eru samsek, og þess vegna gengur þessi óskapnaður laus.
Hamarinn, 11.3.2010 kl. 11:21
Parísarklúbburinn er mafía, sem er eingöngu til þess gerða að stýra skuldamálum þjóða úr lögformlegum farvegi. Þeir eru þarna til að tryggja að banksterarnir fái sitt ef hætta er á greiðslufalli vegna hamfara. Ekki til að hjálpa þjóðum, heldur til að lengja í snörunni tímabundið. Ekkert flóknara en það. Afskriftir eru sjaldgæfar og eru eingöngu gerðar ef það þjónar markmiðum meðlimanna eins og gert var í Írak.
Þessi klúbbur var stofnaður þegar Argentína var að sökkva undan ofríki sömu manna. Það var til að bjarga rassgatinu á kúgurunum en ekki Argentínumönnum, eins og sagan hefur leitt í ljós.
Það er aldeilis stórkostlegt að sjá menn eins og þig, sem hafa ekki hundsvit á málum, mæra slíkt.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2010 kl. 13:23
Sælir Hamarinn og Jón Steinar og takk fyrir athugasemdirnar.
Jón Steinar, ég verð nú aðeins að mótmæla þér og leiðrétta. Ég skil þennan Parísarklúbb alveg hreint ágætlega, en hef kannski ekki skrifað blogg mitt nógu skýrt, ég er síður en svo að mæra þá. Ég var að benda á að allir sem vilja hafa fyrir lönguð skilið að við getum aldrei borgað það sem ríkisstjórnin er tilbúin að taka að láni eða ábyrgjast. Ég skil það mæta vel og er búinn að tala um það opinberlega í meira en ár, eins og er auðséð hér á blogginu ef það er skoðað aftur í tímann, að nánast allar þær aðgerðir sem hafa verið til umræðu eftir bankahrunið hér snúast um að bjarga rassgatinu á kúgurunum eins og þú orðar það svo réttilega. Það á einmitt algjörlega við í okkar tilviki líka. Eins og ég bendi á í blogginu tel ég að við séum enn að sökkva dýpra með aðkomu Parísarklúbbsins að málinu en ég er líka að vona að við getum ennþá bjargað okkur.
Að lokum bið ég þig afsökunar á að hafa fengið þig til að halda að ég væri að mæra þennan klúbb og hafi ekki hundsvit á málunum. Reyni að vera skýrari næst.
Jón Pétur Líndal, 11.3.2010 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.