Punktarugl. Eru vildarpunktar gjaldmiðill?

Það er ljóta vitleysan þetta punktarugl. Ég legg til að settar verði einhverjar reglur um afslætti inn í lög um viðskiptahætti sem skýra betur hvernig má nota þennan gjaldmiðil, vildarpunktana. Það er fáránlegt að það sé verið að gefa afslætti af verðum með þessum hætti að gefa einhverja punkta. Þetta eru óeðlilegir viðskiptahættir, er það ekki? Eru vildarpunktar gjaldmiðill? Það virðist vera skv. þessu, það er hægt að fá afslætti sem eru eingöngu greiddir í vildarpunktum og svo er hægt að kaupa einhverja þjónustu eða ferðir fyrir vildarpunkta. Svo fyrnast vildarpunktar á einhverjum tíma, allavega hjá sumum. Kannski ættum við bara að henda krónunni og taka upp vildarpunkta í staðinn úr því að þeir eru gjaldmiðill. Ég skal með ánægju búa til nokkra vildarpunkta og greiða með þeim bankaskuldir mínar. Eða breyta skuldum í vildarpunktalán sem fyrnist svo á fjórum árum. Það væri flott.

Þessar vildarpunktar eru bara enn eitt svindlið í okkar óspillta og englavædda samfélagi.


mbl.is Auglýsingar American Express bannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband