Hækkum öll laun í landinu, nú er rétti tíminn. - Annars verkföll.
21.2.2010 | 12:47
Ég hvet almenning til að krefjast launahækkana á bilinu 25-50%.
Flugvirkjar eru að gera kröfur af þessari stærðargráðu, og hafa eflaust góð rök fyrir því.
Viðskiptaráðherra hefur leyft innheimtufyrirtækjum að hækka gjaldskrár um ca. 10%, eingöngu til að mæta launahækkunum.
Nú er full ástæða til að hækka laun almennings, af mörgum ástæðum.
Fólk þarf hærri laun svo það geti staðið undir auknum útgjöldum. Þar sem ríkið er að vinna með bönkunum og gegn fólkinu, er eina leiðin fyrir fólkið að það krefist hærri launa til að mæta þessum álögum.
Ef laun hækka, þá hækka líka tekjur ríkissjóðs í gegn um meiri skatttekjur af hærri launum, og ekki veitir ríkissjóði af meiri tekjum.
Ef laun hækka, þá hefur fólk meira fé til ráðstöfunar og getur kannski eytt eitthvað meira í neyslu, þá lifnar efnahagslífið við, ekki veitir af því.
Þeir sem að ofan eru nefndir, flugvirkjar og innheimtufólk, eru að ná til sín hærri launum og voru þau þó sæmileg fyrir að því talið er, skilanefndarmenn og aðrir sem sitja kringum bankahlaðborðin eru víst með 25 þús. kall á tímann og fá að raða á sig tímum eins og þeim tekst sjálfum að skrifa upp á allt í kring um hlaðborðin. Það er því alveg kominn tími til að almenningur fari að síga upp úr þúsundkallinum í tímakaupi.
Þetta er ekki rétti tíminn til að þeir sem á að drepa með skuldagjöfum og vísitölum til bankanna og sköttum og skerðingum til ríkisins, sitji heima og telji sér trú um að nú megi þeir ekki fá meira greitt fyrir sína vinnu, sem er þó í raun eina vinnan sem skiptir máli í landinu. Þetta er yfirleitt fólkið sem vinnur hin raunverulegu störf. Annað en t.d. afæturnar í bönkunum og hjá ríkinu sem smjatta nú á leyfunum af útrásarsukkinu og þykjast eiga þar allt með húð og hári þó skattgreiðendur eigi að borga þeirra skerf og annarra í hruninu.
Ríkisstjórnin hlýtur að standa með fólki í þessu, þetta er stjórn alþýðunnar.
Flugvirkjadeilan er óleyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.