Haldið áfram að prútta, það borgar sig.

Ég hvet ríkisstjórnina til að halda áfram að prútta um Icesave. Þjóðin og forsetinn neyddu stjórnina til þess og það hefur nú þegar margborgað sig í ljósi yfirlýsinga Breta um miklu betri vaxtakjör sem þeir eru til í að samþykkja en áður var rætt um.

Þó þetta hafi náðst fram með staðfestu þjóðarinnar þá er rétt að ríkisstjórnin haldi áfram að prútta um þetta, það er ekki enn búið að fá fram sanngjarnan samning þó boðin fari batnandi. Lokamarkmiðið hlýtur að vera að borga Icesave með þrotabúi Landsbankans og framsali eigendanna einu saman. Engir peningar eiga að fara frá ríkinu í þetta, enda á það enga peninga og eignast enga peninga til að borga eitt eða neitt í þessu málið á meðan ríkissjóðshallinn er 200 milljarðar á ári og stefan sett á að hann minnki bara í 100 milljarða.

Steingrímur og Jóhanna eiga að einbeita sér að því að taka til í fársjúku ríkiskerfinu og hætta þeirri pólítísku lygalágkúru að þykjast geta borgað eitthvað sem engir peningar eru til í.

Það er komið nóg af lýðskrumi ykkar sem hefur verið rækilega bakkað upp af bæði opinberum fjölmiðlum og öðrum vinveittum miðlum. Lygar og leynimakk og allt falið oní skúffum og undir borðum, vinavæðing og endurtekin útrásarvinavæðing ykkar eru allt staðreyndir. Allt ykkar tal um annað er aumast lýðskrum stjórnmálamanna á Íslandi frá örófi alda.

Þjóðin er löngu búin að sjá í gegn um ykkur og sjá við þessu og setja ykkur stólinn fyrir dyrnar í Icesave málinu. Reynið nú að standa upp úr spillingunni og skítnum og farið að vinna fyrir almenning í stað þess að taka þátt í stærsta þjófnaði Íslandssögunnar.


mbl.is Funda um Icesave síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því ætti stjórinn að prútta um þetta hún er búin að fyrirgera rétti sínum í þessu máli. Þjóðstjórn þar sem herra Ólafur Ragnar velur með aðstoð óháðra sérfræðinga að utan.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 13:55

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Utanþingsstjórn verður það að heita ef fjórflokkarnir koma ekki að henni.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband