Algjörir bjánar. - Hvað var að þessu fólki?

Þetta eru nú meiri bjánarnir, þessir bræður og Kaupþingsmenn. Keyptu landið fyrir 15 falt hærra verð en næsti maður á undan þeim og eru hissa á að fá minna fyrir þetta núna. Þetta eru nú bara 8 ekrur eða um 3,5 hektarar. Það er takmarkað sem hægt er að byggja á svona smá bletti. Það eru víða til hringtorg sem leggja undir sig land af þessari stærð. Smáralindin er tvöfalt stærri að flatarmáli en þessi blettur. Samt keyptu þeir þetta á 500 milljónir dollara og héldu að það væri vit í því. Þetta eru ca. 63 milljarðar króna á núvirði, ca. 1,8 milljónir á fermetra lands.

Það er engin leið að láta nokkurn rekstur sem til er í dag standa undir svona lóðarverði. Það væri fræðilegur möguleiki að láta þetta borga sig ef menn væru vissir um að stór olíulind væri undir landinu og fylgi því í kaupunum, eða demantanáma.

Jafnvel þó fólk sem á fullt af peningum sé í massavís í Beverley Hills og fleiri vilji flytja þangað þá er yfirleitt meira vit í svoleiðis fólki en svo að það léti féfletta sig með að koma nálægt svona ævintýri. Dýrustu einbýlishús í heimi kosta miklu minna en þetta land en standa þó á lóðum af svipaðri stærð eða stærri. Fyrir verða þessa lands er hægt að kaupa 100 fullbúin lúxuseinbýlishús með einkaströnd á Hawaii. Það eru miklu betri kaup í svoleiðis eignum en óbyggðri íbúð á þessum bletti.

Það er því algjörlega óskiljanlegt hvernig hægt átti að vera að græða á þessari fjárfestingu með eðlilegum viðskiptum. Það væri því rétt að skoða hvernig var að þessu staðið og hvort eitthvað svínarí býr að baki þessu ævintýri. Það er eitthvað óhreint í þessu.


mbl.is Segja lítið fáist fyrir landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er miklu frekar hvert fóru peningarnir???????

Hver var að græða um 465 milljónir dollara á þessu rugli Kaupþingsmanna, sem eru væntanlega ennþá að vinna í Urion banka?

MRR (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 14:03

2 identicon

Ertu ekki bara að hugsa upphátt núna?

Eirikur (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 18:06

3 identicon

Thessir menn hèldu eins og nokkrir Ìslendingar ;thad sem ÈG snerti verdur ad gulli ;))

gulli-spanjoli (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 06:40

4 identicon

Var þetta ekki bara sama fléttan hjá þeim og við þekkjum héðan? Þeir hafa keypt þetta fyrir mun minni upphæð gegnum eitthvert ehf hjá sér, og síðan látið þetta vinda upp á sig með nýjum sölum í gegnum ný skuldsett ehf félög, og alltaf hirt hagnað og arð í gegnum hvert fyrirtæki, þangað til bólan sprakk?

joi (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband