Bankarnir reknir eins og hver önnur glæpasamtök.
6.2.2010 | 16:50
Angela Merkel hefur verið með yfirlýsingar, nokkurs konar hótanir, um að hún telji ekki fráleitt að kaupa upplýsingar um bankareikninga Þjóðverja í Svissneskum bönkum. Jafnvel þótt upplýsingarnar séu illa fengnar. Þetta er hún til í að gera vegna þess að önnur ráð virðst ekki vera til að koma upp um undanskot og svindl sem er grafið undir bankaleynd í Sviss. Svissneskir bankamenn eru víst alveg brjálaðir út af þessu, segja ólöglegt að kaupa illa fengnar upplýsingar. En þeim finnst víst ekki ólöglegt eða óeðlilegt að fela illa fengið fé í bönkum sínum. Þetta ber allt merki þess að þessir bankamenn hugsi eins og hverjir aðrir bófar og líklega eru þeir einmitt það. En það að Angela Merkel vilji reka út illt með illu bendir til að hún sé pirruð á þessum glæpasamtökum bankanna og hún sé sjálf nokkuð heiðarleg og ekki undir pressu frá fólki í kring um sig sem hefur eitthvað að fela.
Niðurstaðan af þessu verður eflaust sú að Merkel kaupir upplýsingarnar og hjólar í bankana og bófagengin. Hún er í win/win stöðu, getur ekkert annað en fengið þetta í gegn úr því sem komið er. Úr því hún er búin að gefa í skyn að þetta sé í lagi hefur hún almenning í sínu landi með sér, þannig að þetta verður henni til framdráttar í pólitík ef hún lætur verða af þessu. Ef hún gerir þetta ekki lítur það út eins og hún hafi gefist upp fyrir kröfum banakmanna. Þannig að hún getur ekki snúið við, verður bara að kaupa upplýsingarnar og hjóla í liðið. Gott hjá henni. Og bankamenn verða bara að laga sig að nýjum veruleika og ákveða hvort þeir ætla að stunda heiðarleg viðskipti eða ekki.
Þýska ríkið vill komast yfir fé í Sviss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.