Almenningur skilur greinilega um hvað málið snýst.
5.2.2010 | 21:06
Voðalega er sumt fólk vitlaust. Það lætur eins og það haldi að markmiðið með því að taka að sér ábyrgðarmikið starf í banka snúist um að standa sig vel í starfi og leggja sitt af mörkum til að reka bankann vel. En raunin er sú að þetta er allt bull. Það sem dregur menn að bankastörfum eru bónusar og góð laun eingöngu.
Þeir sem eru á góðum launum og með milljóna bónusa að auki hafa engan tíma til sitja í skrifstofustóli sínum allan daginn og gæta hverrar krónu svo hún ávaxti sig tryggilega. Nei, þeim er sama um þetta. Málið snýst um að sýna sem mestan gróða á sem stystum tíma, fela mistökin, fá feita bónusa og skemmta sér. Ef illa fer skulu aðrir borga. Til að ná þessum markmiðum er öllum brögðum beitt. Þau sem eru lögleg eru uppi á borðum, þau ólöglegu er falin undir bankaleynd. Svona virkar þetta. Og það verður að hrósa þessum mönnum fyrir hvað þeir eru duglegir að halda þessu áfram þegar búið er að afhjúpa þá eins og nú hefur gerst. Nú er hæðst að þessu liði í fjölmiðlum, það skammað og skitið út eins og það á skilið. Stundum veist að því á förnum vegi, það þarf að búa í ríkmannlegum íbúðum með öryggiskerfum, rimlum fyrir gluggum, hundum og starfsfólki, nánast prívat fangelsum. Athafnir þessara manna eru uppspretta mikillar reiði hjá almenningi í mörgum löndum. Samt heldur þetta áfram. Og alls staðar í skjóli stjórnvalda sem láta þetta viðgangast.
En afstaða almennings er skýr. Og hún kann að leiða til óeirða víða um heim á næstu misserum. Allavega eru stjórnvöld, meira að segja á Íslandi, að búa sig undir slíkt. Þau ætla að verja glæpamennina með kjafti og klóm, hvað sem það kostar og hvernig sem á því stendur. Allt lýðræði er löngu afnumið, kannski er eftir smá lýðræðisbrot hér, ein þjóðaratkvæðagreiðsla sem kannski verður farið eftir og kannski ekki. Fólk er bara þrælar glæpsamlegrar bankastarfsemi, útrásarvíkinga og smalahunda þessara aðila, stjórnmálamannanna sem stöðugt gelta á okkur og ætla jafnvel að fara að bíta okkur líka þó þeir hafi verið valdir til að verja okkar hagsmuni en ekki þeirra sem ráðast á okkur.
Eina undantekningin frá smalahundageðslagi stjórnmálamanna á Íslandi er Ólafur Ragnar Grímsson sem neitar að gelta á þjóðina til að reka hana í ógöngur. Á meginlandi Evrópu er annar stjórnmálamaður sem hefur heldur ekki dæmigert smalahundageðslag. Það er Angela Merkel sem er alveg til í að kaupa allar upplýsingar sem bjóðast um ólöglega bankastarfsemi og þá viðskiptavini sem hlut eiga að máli. Hún er greinilega ekki hrifin af þessum glæpagengum.
Nú er spurning hvort frávik þessara tveggja frá dæmigerðu smalahundageðslagi muni hafa einhver áhrif á þá smalahunda sem snúist hafa gegn eigendum sínum og gengið í lið með ræningjum.
Fékk 16 milljóna dala bónus 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þú er alveg hræðilega paranoied,Jamie Dimon er maður semn viið áttum að fá til að endurreysa islenska banka kerfið. Þessi drengur er hinn eini sanni snillingur enda var JP Mlorgan ekki bjargað af skattreiðendum en JPM BJARGAÐI skattgreiðendum (afsakið háreystina en.......)
enda þegar skýrsla Aþingis vegna hrunsins kemur út þá sérst þar að Jamie Dimon kom með lausn sem snérist út á ákveðna (noknuuð f-lókna reyndar, JD mætti kanski birta skýrsluna með leyfi Ríkistjórnar Íslands) skuldabérefa og veðsetninga samninga en nokkuð briliant samt. Sem hefði getað skypt máli og verulega breyt hlutum á betri veg en ... eins og það segir því fór sem fór .....
virðlegast
Birgir Sceving
Birgir Scheving (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 01:01
Sæll Birgir og takk fyrir athugasemdina. Ég er reyndar algjörlega ósammála þér um tvennt. Í fyrsta lagi er ég ekki paranoied, ég er bara ekkert fyrir að horfa eingöngu á björtu hliðarnar. Vil bara ræða málin eins og þau í rauninni eru. Þess vegna er myndin sem ég dreg upp ansi dökk.
Í öðru lagi átti ekki að fá Jamie Dimon eða nokkurn annan til að endurreisa íslenska bankakerfið. Og yfirhöfuð eru það stærstu mistökin eftir hrun að það skuli vera reynt að endurreisa þetta bankakerfi. Bankakerfið fór á hausinn og þannig er það bara. Það átti bara að fara í sitt þrotauppgjör eins og önnur fyrirtæki sem fara á hausinn. Nú eru enn að koma fréttir um banka, BYR, sem ríkið ætlar að endurreisa. Þetta er ömurleg vitleysa. Það eina sem allar þessar heimskulegu endurreisnaraðgerðir leiða til, er enn meiri og lengri kreppa, meiri skattpíning og meiri spilling og meiri skuldir. Hvaða gagn er að því?
Jón Pétur Líndal, 6.2.2010 kl. 09:01
Sæll aftur Birgir, ég gleymdi að nefna það að kreppan er langt í frá búin í Bandaríkjunum. Og þó JP Morgan hafi sloppið sæmilega ennþá er ekki þar með sagt að þeim sé borgið. Almennt er því spáð af aðilum sem rýna djúpt í málin að húsnæðislánakreppan í Bandaríkjunum nái hámarki 2011. Á sama tíma er gert ráð fyrir færri störfum í landinu og gríðarlega aukinni skuldsetningu ríkissjóðs Bandaríkjanna. Þannig að það eru margar efnahagslægðir sem eiga eftir að ganga yfir Bandaríkin og JP Morgan á næstu árum og ómögulegt að segja hvaða snillingar standa þær af sér þegar allt er um garð gengið.
Jón Pétur Líndal, 6.2.2010 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.