Finnur Sveinbjörnsson treystir ekki Bónusfeðgum.
5.2.2010 | 20:06
Ég er að hlusta á Finn Sveinbjörnsson í Kastljósinu. Nú er hann margbúinn að víkja sér undan því að segja að hann beri traust til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar föður hans. Samt telur hann bankanum og Högum best borgið með því að tryggt sé að stjórnendateymi Haga eignist ráðandi hlut í Högum. Þess vegna fær þetta stjórnendateymi og Jóhannes að kaupa 15% hlut í félaginu til viðbótar því sem þeir eiga fyrir þó hann geti ekki lýst yfir trausti við þessa menn. Engir geta samt að hans mati rekið fyrirtækið betur. Fyrirtækið er samt skuldsett af þessu stjórnendateymi um 50 milljarða eða meira umfram það sem það ræður við. Ef það er besti mögulegi rekstur sem hugsast getur á þessu fyrirtæki er þá um nokkuð annað að ræða en að leysa það upp og leggja niður?? Maður skyldi ætla það. En Finnur vonast greinilega eftir að það finnist nógu vitlausir fjárfestar til að treysta þessum stjórnendum og leggja peninga í þetta aftur, þó Finnur treysti þeim ekki. Samt treystir hann því greinilega ekki alveg og þess vegna fær almenningur að kaupa líka. Almenningur er vanur að láta plata sig og aldrei að vita nema það takist aftur, kannski treystir almenningur á þetta glataða stjórnendateymi þó Finnur treysti þeim ekki. Það er margra hagur. Sama gengið getur þá ráðið fyrirtækinu og almenningur og fjárfestar verða plataðir aftur. Bankinn fær eitthvað upp í sitt, allavega í bil. Kannski ætlar Finnur að láta Arion lána þeim sem vilja kaupa hlutafé. Er þetta ekki bara á leið í hring?? Mér sýnist það, spái að ef þetta gengur eftir líði ekki á löngu þar til aftur koma upp vandamál í þessum rekstri.
Þetta mál er ömurlegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.