Þorði ekki að spurja vinnufélagann hvort hann vildi ís.
27.1.2010 | 19:31
Ég var staddur í sjoppu í dag með Birni vinnufélaga. Við ætluðum að fá okkur eitthvað snarl. Útvarpið var í gangi og eitthvað af fólki þarna, m.a. tveir lögreglumenn sem voru líka að kaupa sér eitthvað að borða. Þeir voru næst á undan okkur í röðinni, vasklegir menn.
Við Björn vorum búnir að ákveða að fá okkur hamborgara eins og stundum áður. Á meðan ég beið eftir að tekin yrði niður pöntun var ég að skoða tilboðin og sá ég að ís var á fínu tilboði í sjoppunni og hugsaði sem svo að ég ætti nú kannski að bjóða Birni upp á ís í eftirrétt. Ég var allavega glorhungraður og ekki viss um að verða saddur af hammaranum. Ég ætlað að fara að spyrja Björn hvort hann vildi ís þegar ég heyrði í útvarpinu að löggan hefði umkringt ísbjörn fyrir norðan og búið að skjóta hann. Orðin "Viltu ís Björn?" frusu á vörunum. Nei það var of áhættusamt að kalla svona í Björn. Hann er miklu eldri en ég og orðinn alveg hvíthærður. Menn gætu haldið að hann væri ísbjörn og yrði skotinn. Nei, ég vil ekki láta skjóta á Björn, þannig að ég ákvað að betra væri að þegja og sleppa því að kaupa ísinn. Löggurnar á undan mér eru kannski skotglaðar. Það tók lögguna fyrir norðan ekki nema 16 mínútur að finna ísbjörninn úti í móa og umkringja hann. Það var víst ekki skotið neinu deyfilyfi í hann, heldur dauðalyfi. Mér skildist að hann hefði drepist skyndilega úr blýeitrun. Með löggurnar og Björn inni á sama gólfi ætti Björn ekki sjens ef þeir myndu misskilja spurningu mína til Björns.
Mikið vildi ég að þessir fjandans ísbirnir hætti að koma til landsins svo maður geti keypt ís fyrir vinnufélagana án þess að vera dauðhræddur um að þeir verði skotnir ef maður talar ógætilega um það sem mann langar að borða með þeim.
Búið að skjóta ísbjörninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
á þessum tímum verður maður að vera orðvar, td ef Björn ætlar að fá sér labbitúr um Öskjuhliðina þá gengur ekki að kveðja hann með þessum orðum: gakk heill til skógar Björn :o)
Bogi Jónsson, 27.1.2010 kl. 21:25
Dýralæknirinn í okkar sveit var hjá bróður mínum í smá lækningum, var alveg hroðalega stressaður og hafði ekki neinn tíma til að klára vitjunina vegna þess að hann varð að fara út á Sléttu einhver ísbjörn hafði gert sig heimakomin mikil vitleysa þetta allt saman ætla allt um koll að keyra ef svona uppákoma verður hjá okkur, hvað hafði dýralæknirinn að gera þarna annað en að kveða upp um dánarstund dýrsins? Einum of mikið gert úr hlutunum að mínu mati.
Sigurður Haraldsson, 27.1.2010 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.