Lánaverðbólgan heldur samt áfram á fullri ferð.
26.1.2010 | 11:38
Ef hratt lækkandi húsnæðisverð er að halda aftur af verðbólgunni þá væri nú eðlilegt að sjá eitthvert samræmi milli húsnæðisverðs og hreyfingar á húsnæðislánum. En þau halda áfram að hækka sem aldrei fyrr. Byggingarvísitalan hefur hækkað sáralítið á undanförnu ári. Það er heldur ekkert samræmi þar með hækkun á húsnæðislánum. Þetta kerfi getur ekki gengið svona, að verðlag hlutanna sé allt samtengt í alls konar vísitölum en þróist samt í sitt hvora áttina. Skattahækkanir á bensín og brennivín og margt fleira eru notaðar til að ákveða hvað á að borga mikið af húsnæðislánum. Launaþróun og atvinnuþáttaka er alls ekki tekin inn í þessar mælingar. Því síður breytingar á kaupmætti. Þetta vísitölukerfi virkar í raun þannig núna að ríkið ræður vísitölunum. Það eru fyrst og fremst ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem eru að hafa áhrif á lánavísitölur. Þær eru hins vegar í engu sambandi eða tengingu við þróun á helstu liðum hagkerfisins. Þannig er fjármagn verðlagt sérstaklega óháð réttri og raunverulegri hagþróun. Þetta er nú meira bullið. Getur ekki farið vel.
Vilhjálmur: Húsnæðisliðurinn skiptir miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.