Eðlileg lausn á vandanum.

Mér finnst þetta mjög eðlileg lausn á vanda Álftaness. Ríkið kaupir einfaldlega skuldirnar og leysir þannig vandann. Þetta er akkúrat það sama og ríkið er að gera með Icesave og helling af öðrum skuldum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Björgólfs Thors og þeirra líka og samstarfsmanna. Því ekki að gera þetta líka fyrir fólkið í landinu. Það er ekki bara eðlilegt, heldur miklu eðlilegra að gera þetta fyrir landsmenn almennt heldur en að gera þetta bara fyrir örfáa útrásargemlinga svo þeir haldið haus og lifað í vellystingum praktuglega í London og víðar. Ríkið keypti af þessum mönnum fullt af skuldum vegna einkaþotna og lúxussnekkja og alls konar annars bruðls og óþarfa. Þetta er löngu búið að gera, var gert þegar ríkisbankarnir voru látnir kaupa ónýta pappíra í peningamarkaðssjóðum. Því skyldi nú ekki mega gera eitthvað sambærilegt fyrir almenning svo hann geti synt eða hlaupið úr sér hrollinn út af hruninu.

Ég er að meina þetta í alvöru og ætla rétt að vona að pöpullinn fari nú ekki að níða þessa hugmynd niður sem kemur honum sjálfum til góða þegar fjölmargir lofa í hástert þessa ríkisstjórn sem er búin að gera þetta nú þegar fyrir nokkra útvalda án þess að mikið sé fundið að því.


mbl.is Ríkissjóður kaupi hlutabréf Álftaness í Fasteign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband