Ég býð fram útvarpsstöð til afnota fyrir gott fjölmiðlafólk og aðra áhugasama.

Það er ekkert gott við það að vera sagt upp störfum og ég hef fulla samúð með þessu fólki á RÚV sem reynt hefur að standa sig sem best í sínum störfum. Þó manni finnist nú ekki umræðan alltaf hafa verið hlutlaus eða skammlaus að öllu leyti þá held ég þó að allt þetta fólk hafi verið að reyna að gera vel þó oft hafi tekist að glepja því sýn eins og öðrum landsmönnum.

Ástæðan fyrir þessum uppsögnum er auðvitað sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að taka AGS og Icesave fram yfir fólkið í landinu. Að skera niður opinber útgjöld og borga þess í stað skuldir óreiðumanna. Að ríkisstyrkja og bankastyrkja gjaldþrota fyrirtæki útrásarvíkinga og nota þau til að drepa niður heilbrigðan fyrirtækjarekstur. Að refsa almenningi fyrir óreiðu útrásarvíkinga en sleppa þeim sjálfum alveg út fyrir alla lagaramma og -arma.

En ef einhver ykkar fjölmiðlafólks sem eruð að missa vinnuna og aðrir fjölmiðlamenn sem hafa lent í því undanfarið viljið spreyta ykkur í útvarpi áfram þá býð ég ykkur afnot af útvarpsstöð gegn hagstæðum samningum upp á hlut í tekjuöflun eingöngu. Um er að ræða stöð sem hefur þagað í rúmlega hálft ár en ætlar í loftið aftur fljótlega. Stöðin er með gott stúdíó og nær vel til um 80% landsmanna. Þið getið ráðið ykkar dagskrárgerð og aflað ykkur auglýsinga og tekna að vild. Hjá okkur er engin ofanstýrð dagskrárstefna með sumum og móti öðrum. Hver og einn fær að ráða sinni umfjöllun og segja sannleikann óbreyttan og óritskoðaðan. Stöðin er ekki ríkisrekin og ekki bankalánaafskrifuð reglulega og því algjörlega óháð opinberum aðilum og fjármagnsöflum.

Áhugasamir sendi póst á jpl@lydvarpid.is


mbl.is Margir missa vinnuna á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband