Ljósi varpað á skjaldborgina.
21.1.2010 | 19:28
Þá sjáum við skaldborgina betur, þegar þessu ljósi hefur verið varpað á hana. Hún virðist sem sagt reist um hagsmuni þingmanna og annarra gæðinga. Það er svo sem ekkert nýtt í því og ég hvet bara alla almenna skuldara til að hætta að borga af lánum sínum af yfirveðsettu húsnæði og fara frekar að dæmi ættingja þingmannsins. Kaupa eignir frekar á niðursettu verði og minnka þannig greiðslubyrðina en láta bankana hirða yfirveðsettu eignirnar. Það er það eina skynsamlega í stöðunni og sparar okkur skuldurum stórfé. Þetta er eina leiðin til að ná fram eðlilegri leiðréttingu á skuldunum. Röðum okkur í skjaldborgina með Birni og félögum. Húrra fyrir VG.
Sjá ennfremur síðustu færslu mína sem er einmitt um þetta sama mál.
Fengu húseignir á góðum kjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.