Björgólfur að brenna inni með hlut sinn í þessu félagi og vantar meir pening.

Skv. erlendum fréttaveitum er Björgólfur (Novator) líklega orðinn of seinn að selja hlutinn í þessu félagi. Farsímamarkaðurinn er mettaður í Póllandi og þar að auki er búið að boða nýjar reglur, á þessu ári eða fyrripart næsta árs, um gjaldtöku farsímafyrirtækja sem eru taldar koma illa við P4, farsímafélag Novators. Þess vegna er hluturinn í félaginu til sölu, en af sömu ástæðum finnast engir áhugasamir kaupendur að þessum hlut. Önnur farsímafélög bíða bara átekta í rólegheitum, kaupa örugglega þegar verðið á hlutnum er orðið nógu hagstætt.

Sjá nánari upplýsingar hér t.d.
http://www.tradesignalonline.com/Markets/Story.aspx?id=553614&cat=5

Á sama tíma og þessi fjárfesting Björgólfs er að missa flugið eins og við erum orðin vön að sjá hjá honum er hann hér í Ríki Sínu að knýja á um að samþykkt verði sérstök lög um skattaafslátt og vildarkjör á öllu sem hann þarf frá þjóðinni til að reka gagnaver sitt í Reykjanesbæ. Nú hefur hann látið stöðva framkvæmdir við gagnverið til að reka á eftir þjóðinni að gera þetta lítilræði fyrir sig, að gefa sér meiri pening. Hann þarf alltaf meiri pening og meiri pening og meiri pening og meiri pening og meiri pening og m.................


mbl.is Félag í eigu Novator til sölu í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband