Furðuleg yfirlýsing Jóhönnu.
5.1.2010 | 12:34
Það vakti athygli mína í yfirlýsingu Jóhönnu forsætisráðherra núna áðan að í lok yfirlýsingarinnar sagði hún að ríkisstjórnin myndi fara að undirbúa að Icesave frumvarpið yrði lagt fyrir þjóðaratkvæði.
Þetta finnst mér nú fáránlegt skilningsleysi hjá forystumönnum stjórnarinnar. Það liggur fyrir að fumvarpið verður kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu og það er því bara óþarfa vesen og kostnaður að fara með það þangað. Það þarf bara að draga þetta til baka og fara að vinna af viti í þessu máli.
En þetta viðhorf sýnir ágætlega hvílík veruleikafyrring er stundum í þessari ríkisstjórn.
Þetta skýrir kannski ágætlega hversu illa hefur til tekist af Íslands hálfu í þessum Icesave samningum. Í stað þess að kynna málstað Íslands almennilega fyrir viðsemjendum og semja a.m.k. um þetta í samræmi við lög og reglur, þá hefur bara verið reynt að troða því upp á þjóðina sem hinir samningsaðilarnir vilja fá framgengt.
Þessi ríkisstjórn er því miður óhæf. Ég hélt lengi vel að það væri bara út af tengslum Samfylkingarinnar við útrásina, en líklega er bara því miður ákveðinn hæfileikaskortur fyrir hendi þar að auki. Og það gengur ekki að manna alþingi og ríkisstjórn á þessum tímum með óhæfu fólki.
Endurreisnaráætlun í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er innilega sammála þér, þessi ríkisstjórn er gersamlega óhæf og á að segja af sér hið fyrsta!
Dísa (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 12:42
Auðvitað var vitað hvernig Forsetinn tæki á málinu af skynsemd og framsýn. Til hamingju íslenska þjóð. að eru ekki allir fávitar.
J.þ.A. (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 12:49
Ef þessi ríkisstjórn er óhæf, hvaða ríkisstjórn er það þá ekki? Hinn möguleikinn er hægri-stjórn með Sjálfstæðisflokki í fararbroddi, en hverjir voru að stjórna í aðdraganda hrunsins (16 ár)? Já, látum þá redda þessu, þeir eru svo flinkir!!!!
Auðvitað fer þetta í þjóðaratkvæði, það var það sem þetta In-defence lið var að biðja um. Á að hunsa það??? Það var misnotkun á líðræðinu þegar fjölmiðlalögin voru dregin til baka og það yrði enn meira hneyksli nú ef það yrði gert með þessi lög.
Já, innilega til hamingju með að framlengja þetta vandræðamál. Það var einmitt það sem við þurfum til að byggja upp Ísland að nýju. MEIRA ICE-SAVE, TAKK!!!
Örn Arnarson, 5.1.2010 kl. 13:02
Af hverju er yfirlýsing Jóhönnu furðuleg?
Er þetta ekki það sem 25% af atkvæðisbærum Íslendingum vildu, fá málið í þjóðaratkvæði. Er þá nokkuð óeðlilegt að Jóhanna verði við vilja þjóðarinnar og byrji að undirbúa þjóðaratkvæðið? Allir atkvæðisbærir Íslendingar eiga rétt á að kjósa um þetta hvort sem þeir eru með eða á móti.
Þetta hefur ekkert með hæfi eða óhæfi ríkisstjórnar að gera. Þetta er einfaldlega hlutverk hennar að láta kjósa um þetta eins fljótt og auðið er.
Skaflinn (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:09
Ég held að það skiptir ekki máli hver er í stjórn, sjórnmálamenn haga sér alltaf eins.
annars sé ég tö áberandi mistök í þessu, af hverju var ríkisstjórnin ekki látin vita í gær hver ákvöðun forseta var, hþað fer enginn að segja mér að hann hafi ekki gert upp hug sinn, og stjórnin hefði getað verið tilbunin með eitthver viðbrögð til dæmis ráðið pr menn á íslandi og bretlandi til að skýra okkar málsstað. og hitt, af hverju fer stjórnin beint í það að skýra málstað viðsemjandana í stað þess að reyna að lámarka skaðann.
ég held að það sé ekki nokkur maður á alþingi yfir meðalgreind
joi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:16
Algerlega sammála þér!
Skilningsleysi hjá þessari stjórn er algert! Og sinnuleysið enn meira!
Ásta (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:28
Hún er ótrúleg forheimska talsmanna liðs Breta og Hollendinga að 25% kosningabærra standi á bak við ákvörðun forsetans. Þau 25% eða 60 þúsund undirskriftir voru aðeins glæsileg undirstrikun vilja 70% atkvæðabærra landsmanna sem krefst lýðræðislegs réttar síns í málinu. 70% sem hafa mælst í öllum skoðanakönnunum fjölmiðla og kannanafyrirtækja undanfarna mánuði. Undirskriftalisti þeirra sem vildu hvetja forsetann til að undirskrifa og samþykkja lögin, var eftir nokkra mánuði eitthvað að nálgast 1 þúsund manns, en ekkert hefur heyrst um "glæsilegan" árangur hennar seinustu dagana.
Það er sorglegt að sjá gjörtaparana haga sér á bloggvettvanginum eins og þau þokkahjú í Stjórnarráðinu á blaðamannafundinum í hádeginu. Önnur eins gremja út í forsetann og 70% atkvæðabærra landsmanna. Þau litu út eins og í leikgervi Grýlu og Leppalúða í gremjugrettum sínum í grínverki. Gat ekki annað en hlegið. Þar var augljóslega ekki áhugi að reyna að vinna úr lýðræðiskröfu 70% atkvæðabærra landsmann, forsetans og 4 stjórnarþingmanna. Auðvitað eiga þau að hundskast burt. Enda hafa þau aðeins rétt rúmlega helming kjósenda sinna á bak við þau sem leikmenn í vitlausu liði Breta og Hollendinga. Útburðarvæl klappstýranna þeirra er sem lítið ýlfur sem fáir taka eftir.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:12
Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar. Það er vissulega réttmæt krafa að greiða þjóðaratkvæði um þetta. Ég er bara hissa á stjórninni að reyna ekki að snúa sig út úr því með því að draga málið til baka. Mjög ótaktískt hjá þeim að gera það ekki í stað þess að láta berja á sér einu sinni enn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þrátt fyrir allt er stjórninni heimilt að draga svona mál til baka og auðvitað bara skynsamlegt nema þau telji virkilega að þetta verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Jón Pétur Líndal, 8.1.2010 kl. 02:54
Sæl aftur, ég gleymdi einu sem ég ætlað að svara ykkur í viðbót. Það var góður punktur sem Örn Arnarson nefndi þegar hann talaði um að hinn ríkisstjórnarmöguleikinn væri alveg jafn ómögulegur eða verri en sú stjórn sem er við völd. Það er auðvitað alveg rétt hjá honum, en fyrir þessu er nú einföld ástæða. Hún er sú að kjósendur vilja bara alltaf kjósa sér eins stjórnmálmenn og stjórnmálaflokka. Hér hefur enginn jarðvegur verið fyrir að breyta neinu. Það er alltaf kosinn sami fjórflokkurinn sem vill viðhalda öllu því sama árum og áratugum saman. Eini munurinn á þessu milli flokka og ára eru örlitlar áherslubreytingar vikuna fyrir hverjar kosningar. Ef að hér koma fram framboð sem eru eitthvað verulega frábrugðin þá er alveg strækað á þau. Við sáum þetta ágætlega í síðustu kosningum. Þar höfðu kjósendur tækifæri til að kjósa framboð sem vildi taka hart á útrásargenginu sem rændi okkur og koma á lýðræðisumbótum með beinu lýðræði. Þetta vildi enginn hlusta á, fjölmiðlum fannst þetta líka ómögulegt af því að bæði þessi mál koma við kaunin á vinnuveitendum fjölmiðlafólks. Og svo var það náttúrulega Ástþór Magnússon sem hafði forystu um þetta mál. Hann er aldrei nógu smeðjulegur til að afla sér vinsælda. Kjósendur virðast vilja láta ljúga að sér og helst að það sé gert með bros á vör. Þannig fólk vill þjóðin kjósa, ekki þá sem segja hlutina eins og þeir eru og hafa eitthvað nýtt til málanna að leggja. Þess vegna er alltaf allt eins hér, sama hver er við völd. Pælið í þessu fyrir næstu kosningar.
Jón Pétur Líndal, 8.1.2010 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.