Færsluflokkur: Bloggar

Þjóðrembubarbarismi.

Mér brá dáldið í kvöld að hlusta á fréttir RÚV af því hvernig túlkaskortur og þekkingarleysi útlendinga á íslenskri tungu verður til þess að fólk veit ekkert undir hvað það er að skrifa hjá sýslumönnum. Það er ótrúlegt að yfirvöld skuli níðast á innflytjendum með því að svíkjast um að koma þeim í skilning um hvað þeir eru að undirgangast með undirskrift sinni. Og að yfirvöld skuli í skilnaðarmálum setja það í hendur annars málsaðilans að upplýsa hinn aðilann um hvaða skjöl er verið að undirrita er ótrúlegur aumingjaskapur yfirvalda, í þessu tilviki víst sýslumanna.

Sjá fréttina hér.

Það er svo sem ekki nýtt að heyra fáránlegar sögur af því hvernig yfirvöld haga sér í þessu landi, hvort heldur er við frumbyggja landsins eða innflytjendur. En þetta er þó sérstaklega gróft þykir mér.

Ein aðalástæðan virðist vera einhver þjóðrembingur, það er alltaf verið að halda hér í handónýtt tungumál sem enginn skilur, en yfirvöld og þeir sem aðhyllast þessa tungumálastefnu, ætlast til að allir sem hingað flytja, skilji þetta tungumál eins og innfæddir. Þetta er gjörsamlega kolvitlaus hugsun. Hér á að taka upp ensku fyrr en seinna og setja íslenskuna á safn. Persónulega tel ég að fyrirhuguð tungumálastofnun Vigdísar Finnbogadóttur eigi að verða safn til heiður íslenskri tungu, til að varðveita hana þegar hún verður aflögð endanlega sem samskiptamiðill landsmanna.

Enskan er það sem koma skal. Meira að segja Spánverjar eru loksins farnir að kenna ensku og skilja nú að það er nauðsynlegt fyrir framsýnar þjóðir að kunna ensku. Sama er með flest alla aðra jarðarbúa.

Íslendingar ráða ekkert við það að halda úti sérstöku tungumáli. Það er á allan hátt dýrt og vitlaust. Það er ekkert gagn að því að hafa sérstakt tungumál, bara vandamál og vesen. Og þessi frétt á RÚV í kvöld sannar það á mjög kuldalegan hátt að íslenskan er bara skraut á þjóðrembingshroka okkar. Við þurfum að vakna snarlega og huga að því að stíga niður af þessum tungumálastalli okkar sem svo mörgum finnst merkilegur, en er bara stallurinn undir heimskingjana sem vilja hreykja sér hæst.


Enn á niðurleið í spillingarfen hrægammanna.

ÍAV er ekki eina fyrirtækið sem ég heyrði af í dag sem er að gefa eftir undan kreppunni.

Það eru líka mörg minni fyrirtæki sem eru að niðurlotum komin og hafa ekki meira úthald. Þau munu þurfa að segja upp fólki á næstunni og leggja niður starfsemi og loka. Það er ekki bara beinn verkefnaskortur sem veldur því, heldur líka ósvífinn skuldareikningur bankanna og aðgerðaleysi. Það er að drepa allt í þessu þjóðfélagi að stjórnvöld og fjármálafyrirtækin standa aðgerðalaus hjá á meðan fólki og fyrirtækjum blæðir út fjárhagslega. Á sama tíma fjármagna bankarnir hrægamma í hrönnum til að þeir geti hirt afrakstur vinnusamra Íslendinga fyrir slikk.

Þetta er svo rotið og ógeðslegt og spillt stórnarfar á Íslandi að annað eins þekkist varla í friðsömum löndum.

Við Íslendingar eigum þannig vini á Alþingi og í bönkunum að við þurfum enga óvini til að fást við. Vinir okkar í stjórnkerfinu og bönkunum eru að gera út af við þjóðina, hratt og örugglega. Svei þessum ruslaralýð.


mbl.is 170 starfsmönnum ÍAV sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er ekki bankarán, hvað er það þá?

Fölsuð fundargerð um fund lánanefndar eftir að bankinn var yfirtekinn. Raunverulegur fundur aldrei haldinn.
Fundargerðin búin til að því er virðist til að sýna að einhverjar heimildir og samþykktir hafi verið fyrir útgreiðslu peninga sem eigendur og innanbankamenn voru búnir að stinga í eigin vasa löngu fyrir fundinn og fall bankans.

Þetta er greinilega illa skipulagt, en vel heppnað bankarán. Af hverju er ekkert búið að gera við þessa bankaræningja? Af hverju ganga þeir enn lausir?

Hvað var með kaffinu á þessum tilbúna fundi, voru það snúðar?


mbl.is Lánanefnd á fundi eftir fall bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum Kópavogskirkju að mosku.

Það er búið að sameina sveitarfélög og fyrirtæki á Íslandi af krafti undanfarin 25 ár til að styrkja þau og gera reksturinn hagkvæmari. Það er búið að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil og stjórnarskrá fyrir meginhluta Evrópu undir nafni og yfirstjórn ESB undir því yfirskyni að styrkja löndin efnahagslega, auka frelsi og hagræða.

Allt hefur þetta misheppnast algjörlega. Öll stór sveitarfélög á Íslandi eru á hausnum eða í alvarlegum skuldavandræðum. Næstum öll stór fyrirtæki á Íslandi eru búin að fara á hausinn eða í alvarlegum skuldavandræðum. Þjóðin er búin að tapa verðmæti Íslands tvisvar eftir alla þessa hagræðingu. Hagræðingin er minni en engin þegar upp er staðið. Vegna allra þessara sameininga og hagræðingar er nú framundan afturför í þjónustu og hagræðingu. Dæmi: Það á að taka upp vegatolla þannig að ef þú ekur veg sem þú ert þegar búinn að borga fyrir með skattheimtu þá áttu að borga meira í hvert skipti sem þú ekur um veginn. Og ekki nóg með það, þú heldur áfram að borga eldsneytisskatt til vegamála á bensínstöðinni, en þarft að auki að borga í hliði aðgangseyri að veginum. Þetta er mikil afturför í þjónustu og óskiljanlegt óhagræði að geta ekki látið einn vegaskatt duga, en taka þess í stað upp tvo skatta til að greiða fyrir sama hlutinn.

Þegar upp er staðið eru það kannski 100-200 manns í þjóðfélaginu sem njóta virkilega þessara sameininga og hagræðingar, það eru þeir sem komust í þá sameiningarhagræðingu að hagræða öllu fé landsmanna til sjálfra sín.

Sama er með ESB, þar eru sömu mistökin gerð, en auðvitað á miklu stærri skala. Fjölmörg löndin eru í alvarlegum skuldavandræðum og atvinnuleysið er mikið. Spilling grasserar og glæpamenn njóta frjálsrar ferðar til athafna sinna milli allra landanna. Við þeim má ekkert hrófla. Svona má lengi telja.

Og nú á að taka til sömu ráða vegna skuldavandræða kirkjunnar. Nú á að sameina sóknir segir Ríkisendurskoðun. Þá geta þeir sem gætilega hafa farið í fjármálum ekki lengur komist hjá að fara í skuldavandræði eða gjaldþrot rétt eins og hinar sóknirnar sem ráða ekkert við stöðuna. Það er undarleg hagræðing og skrítið fordæmi hinna skynsamlegu ráðgjafa hjá Ríkisendurskoðun að vilja stuðla að því að sem flestar sóknir komist í fjárhagsvandræði. Slíkar hugmyndir lofa ekki góðu þegar maður sér hvernig til hefur tekist hingað til.

En það er líka athyglisverður vinkill í þessu máli að velta fyrir sér hvernig muni ganga að sameina ólík trúarbrögð. Í því hlýtur líka að felast tækifæri til hagræðingar. Nú er t.d. fyrirhugað að byggja mosku fyrir múslima með tilheyrandi kostnaði og óhagræði í trúfélagarekstri. Væri ekki athugandi að sameina frekar nokkur ólík trúfélög og koma þeim í eitt hús, eða sameina nokkrar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu, helst með þeim hætti að 1-2 guðshús verði rýmd og tekin úr hefðbundinni notkun þannig að t.d. múslimar og aðrir húsnæðislausir trúmenn geti tekið við þeim og nýtt þær fyrir starfsemi sína. Það er óþarfi að byggja meira fyrir trúfélög ef það á að fara að hagræða líka. Kannski mætti t.d. gera Kópavogskirkju að mosku, það er ekki svo langt þaðan í fleiri kirkjur í Kópavoginum sem ættu að anna ágætlega reglulegri messuþörf kópavogsbúa.


mbl.is Hvetur til sameiningar sókna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólykt í dýragarði Össurar.

Það er kannski ágætt að það er verið að hreinsa loftið fyrir Samfylkinguna og Össur. Það er búin að vera bölvuð hestalykt af Össuri síðan hann sá ótamda hryssu í VG sem hann langaði að fylja. En hún hún vildi hann ekki með gallsteina á göndlinum þó hnann hneggjaði og frýsaði og prumpaði og drullaði upp stórum taðhaug. Henni Lilju fylju fannst það ekkert spennandi foli, þessi Össur sem er stríðalinn og feitur stóðhestur af dráttarklárakyni úr ESB. Það er ágætt ef VG hefur tekist að lofta aðeins út eftir þennan óspennandi graðfola sem fór að skipta sér af þeirra hesthúsi.

Svo var einhver kattalykt líka af þessu liði síðan Jóhanna var breima síðast og reyndi að smala að sér allskonar heimilisköttum og tígrisdýrum og ljónum og hlébörðum og hræætum sem áttu að styðja við ríkisstjórnina. Það var svo sem eðlileg aðgerð, enda efast enginn um að Jóhanna sé dýravinur þó hún þyki ekki mikill mannvinur. En það er samt bölvuð ólykt af svona kattafári enda þvo þeir sér aldrei almennilega. Það er alltaf kattaþvottur á þeim öllum. Bara strokið létt yfir óhreinindin og reynt að láta þau líta betur út í stað þess að gera hlutina almennilega. Kettir eru slóttugir og skítugir, símjálmandi og klórandi og ekkert á þá að treysta. Það er gott að VG hefur aðeins hreinsað þetta óloft líka.

En það er samt ljóst að um leið og fólk fer aftur úr hreina loftinu sem var á fundi dagsins og hópast saman á Alþingi gýs ólyktin upp aftur. Þetta eru enn sömu kettirnir og ólystugu graðfolarnir og áður.


mbl.is Fundur VG hreinsaði loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætur frá gjaldþrota fjármálastjóra gjaldþrota samsteypu fyrir vesenið við að sölsa undir sig banka með svikum og prettum.

Flest nema tjón almennings er hægt að fá bætt í þessu landi frá gjaldþrota útrásargrísum þegar lögmenn fá greiddar bætur fyrir að slást í lið með þeim við að sölsa undir sig banka með svikum og prettum. Ég segi svikum og prettum því efnahagsbrotadeild leit svo á þegar hún kærði lögmanninn fyrir fjársvik út af þessu.

Og nú telja menn það aftur svik og pretti að greiða bætur fyrir að svíkja og pretta. Nú er bótagreiðslan fyrir svikin orðin að deiluefni fyrir dómstólum og þykir ekki eðlilegt að greiða bætur fyrir óþægindin af að taka þátt í að svíkja og pretta.

Ég er sammála þessu, það gengur auðvitað ekki að greiða bætur fyrir að stunda svik og pretti, þó því fylgi viss óþægindi. Láti dómarinn ekki endurgreiða þessar bætur með dómi sínum er hann að opna sjálfum útrásargrísunum leið til að sækja allskonar bætur fyrir óþægindin sem fylgdu og fylgja því enn að hafa svikið og prettað þjóðina. Það er ljóst að þessi greiðsla sem nú er deilt um er smámunir miðað við það sem Jón Ásgeir, Björgólfur, Sigurður Einarsson og félagar geta fengið greitt verði þessi gerningur ekki ógiltur fyrir dómi. Ég yrði ekki hissa þó þeir næðu allavega 100 milljörðum í bætur vegna óþæginda sinna og beins kostnaðar við að verja glæpastarfsemi sína undanfarin ár ef þessi lögmaður kemst upp með að halda þessum bótum.

Það þarf auðvitað ekki að taka fram að þeir sem stóðu á bak við Karl Georg lögmann hafa ekki verið kærðir fyrir sína aðild að meintum svikum og prettum þó þeir standi augljóslega á bak við svikin úr þeir greiða honum bætur fyrir óþægindin við að vinna þetta skítverk fyrir þá. Lögreglan og ákæruvaldið eru upptekin af því að ákæra jólasveina og aðra sem hafa eitthvað við aumingjaskap yfirvalda að athuga.


mbl.is Fékk þóknun vegna málaferla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fjölmiðlar á móti tjáningarfrelsi ef það beinist gegn þeim sjálfum?

Það eru svínslega mótsagnakenndar og heimskulegar aðgerðir þegar fjölmiðlar snúast gegn tjáningarfrelsinu með því að láta handtaka menn sem þeir saka um að tjá sig frjálslega eins og gerðist í dag þegar DV-eigandinn fyrrverandi, Hreinn Loftsson, lét handtaka Ástþór Magnússon. Sakar Hreinn Ástþór um að halda úti fjölmiðlinum sorprit.com sem Hreinn telur eitthvað vera athugavert við. Lestur á þessum miðli bendir þó ekki til að þar sé að finna neitt sem talist geti athugavert. Raunar eru skrifin á sorprit.com frekar gamansöm ádeila tengd staðreyndum og margumtöluðum málum í þjóðfélaginu.

Ég held að fjölmiðlar þurfi að gera það upp við sig hvar þeir vilja setja mörkin á milli tjáningarfrelsis og ritskoðunar nú þegar til umfjöllunar er frumvarp um þessi mál. Það gengur ekki að haga sér eins og svín í þessum málum og siga lögreglu á þá sem menn telja að séu að nota það tjáningarfrelsi sem flestir eru nú að kalla eftir. Til hvers að kalla eftir frelsi á sama tíma og sömu aðilar nota lögreglu til að hefta menn?

Það eru ekki merkilegir fjölmiðlar sem þola ekki að rýnt sé í umfjöllun þeirra og störf þeirra sem að þeim standa. Og það kemur auðvitað úr hörðustu átt að DV sé svona viðkvæmt fyrir tjáningarfrelsi og líflegri umræðu. DV hefur lengi verið þekkt fyrir að vera sá fjölmiðill sem minnst skeytir um staðreyndir og sannsögli í umfjöllun sinni. Fjölmargir dómar sýna það best. Þar hefur meira ráðið för æsifréttamennska og sölumennska. Þar eru stanslaus fréttajól allt árið um kring, girnilegar fréttir á útsölu allt árið eins og svínakjöt í Bónus. Þar eru fréttnæmir einstaklingar leiddir til fréttaslátrunar eins og svín allt árið um kring.

Það er virkilega hægt að segja að ef einhver fjölmiðill hagar sér eins og svín í fréttaflutningi, þá sé það DV. Ég skil því vel þá tengingu við svín og grísi sem svo oft kemur fram á vefsíðunni sorprit.com. En að sama skapi botna ég ekkert í DV að þola ekki meðulin sem þeir sjálfir hafa þróað í fréttamennsku sinni.


mbl.is Ástþór færður til skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástþór Magnússon pólitískur fangi í annað sinn. Útrásarvíkingar siga yfirvöldum á gagnrýnendur.

Nú er lögreglan búin að handtaka Ástþór Magnússon.

Hreinn Loftsson, gamall samstarfsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og sem jafnframt var sagður hafa lagt til að Davíð Oddsyni, þáverandi forsætisráðherra, yrði mútað með 300 milljónum til að greiða götu útrásarinnar á sínum tíma, hefur nú náð því fram að lögreglan er búin að handtaka Ástþór Magnússon.

Ástþór hefur verið manna duglegastur að gagnrýna það hvernig ósvífnir bankaræningjar hafa rænt Ísland á meðan stjórnmálamenn hafa litið undan og fjölmiðlar hælt allri vitleysunni.

Það er ljóst að yfirvöld í landinu eru búin að leggja línurnar fyrir árið. Í nýársávarpi forseta Íslands sagði hann landsmönnum að horfa með jákvæðni framávið og hætta að hugsa um það sem liðið er. Yfirvöld ætla greinilega að knýja fram þessa jákvæðni með því að handtaka þá sem ekki fylgja þessari línu.

Ekki veit ég hvort hugmyndir Hreins Loftssonar um að Ástþór standi á bak við vefsíðuna sorprit.com eiga við rök að styðjast. Það skiptir líka litlu máli. Ekki er að sjá neitt á þessari vefsíðu sem ekki virðist vera sannleikanum samkvæmt.

Það vill til að Ástþór er ekki alveg óvanur því að vera fangelsaður fyrir að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Síðast mátti hann dúsa í viku í varðhaldi þegar hann lýsti opinberlega áhyggjum sínum af því að íslensk stjórnvöld stefndu öryggi íslenskra flugfarþega í hættu með því að heimila notkun farþegavéla til stríðstengdra aðgerða.

Nú þykir stjórnvöldum rétt að styðja og verja hið "virðingarverða" vikublað DV með því að fangelsa þá sem taldir eru of duglegir við að halda uppi réttmætri gagnrýni á blaðið sem hefur verið margdæmt fyrir umfjallanir sínar og alla jafna komist undan dómafullnustu með kennitöluflakki.

sorprit.com


Jon Lindal's New Year's Address to the President of Icleand, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson.

To My President, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson.

This is my answer to your New Year´s Address 2011.

You my president, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, are not listening to the people of Iceland. You are not aware that the people of Iceland are united. We know what we want to see in our future, what kind of justice, democracy, financial and governmental system we want. We want criminals behind bars, we want our stolen money back and we want the politicians and the government to act in favor of the people of Iceland. We want to have good relationship with other countries, both in good times and bad times. That is what politicians are voted to do.

We are still angry and using strong words because you Mr. President and the politicians are fighting for a different future than we want. You are asking us to carry the burdens of the financial crimes that were committed by few businessmen and corrupt politicians in Iceland from the dawn of this century and until 2008. You are not changing the political system. That is still corrupted, the same people are still major players in politics and business in Iceland as before the financial crisis. And they are still playing the same game. The system is still corrupt. The people of Iceland are facing a slavery in their near future. People in other countries doing business here are still at risk of being the victims of criminals. Some of our businessmen are still the same criminals as they were some years ago.

It is easy to forgive the past and work on a better future together. But only when the president and the politicians have earned their forgiveness. They can do that by correcting the old mistakes. They can do it with justice for the criminals. They can do it by working with the people of Iceland instead of against us. They can do it by working openly in front of us instead of hiding their wrongdoings and corruption behind their back all the time.

Mr. President, we will not change our attitude only because you ask us to do so. You should not be so arrogant. You need to understand that you were also played by criminals like a puppet. You should admit your mistakes and work with us like one of us, not just order us around like a dictator. You did really listen to the people of Iceland last year when you decided to accept our call for referendum on Iceasave. But it is not enough for you to work with the people of Iceland only one day in a year. You need to do it all the time.

We will not see a different and better Iceland in the near future just by imagination and wishful thinking. We need action to make the change. We need different thinking and better politics. We need to stop political lies and manipulation. The people of Iceland are ready and willing to work with all their heart for a better Iceland, better future for us and our children.
You need to help us. There is no room for compromises between right and wrong in our future. You must not tell people to forgive all the wrongdoings when yet nothing has changed. Show us some true regret and the right action and we will forgive. The government and our politicians must do the same. Admit your mistakes, show some regret, change your attitude, start doing the right things and we will soon forgive you. But do not ask for our forgiveness only to calm us down so you can "be back in business like usual".

You are right about Iceland and the people of Iceland in so many ways. We are strong and we live in a country full of opportunities. Iceland is sometimes very harsh but also rewarding. We have a history that we can be proud of in many ways. And our sagas and more than 1000 years old Althing should be more than enough to teach us the difference between wrong and right. We should not have to be in any doubt about how to handle our financial crises and how to build a new future. We should not have to discuss when to correct things or when to forgive things. Mr. President. Open the old sagas and read them for your self. Then you will learn how to work in our interest. Do not use our culture and sagas only to tell us to shut up and be quiet, to pay and smile and forgive when there is still no reason to do so!

A good Icelandic president is not a dictator. A good president is listening to his people. A good president knows the difference between wrong and right. A good president is not only a good representative for Iceland abroad, but also a anchor that we can trust and rely on to help us get back on course when the politicians and free market have drifted away towards the edge of financial suicide with the whole nation aboard as happened here in Iceland in the last years.

Mr. President. You should address the government and the political class on our behalf. What have they done last year to improve them self? Nothing. You should address the Icelandic media, which is partly owned and run by the same people that we want to take to court for fraud. The other major part of the media is owned by the people but run under the control of the political system that failed us.
You should adress the bankers of Iceland who lost Iceland´s total worth 2 times. No other country in the western world has faced such financial loss in so few days as we did.

One more year is wasted for Iceland. There was no progress here in Iceland in 2010. Things got steadily worse all the time. Now we are facing higher taxes and less jobs in 2011 than in 2010. At the same time no money has been recovered from the people responsible for the fallen banks. No one has been put in jail. Nothing has been done to stop political corruption. Nothing has been done to protect us from the sharks in the banks. Officially no crime was committed when all the value of Icelandic work for 1000 years was stolen in one big robbery planned and worked out in few years from the dawn of this century until 2008. Prosecutors still have no case against the people responsible for the fallen banks.

There is nothing to forgive or forget yet. How can you ask us to forgive and forget all this? Why should we be interested in forgiving and forgetting that our country has actually been stolen from us by very few people? We do not want this kind of attitude from our president.

What we need most of all in Iceland in 2011 is new thinking. We need to turn away from the old system, the old corrupt thinking, the endless greed. We are not heading the right way if we are still being told by you and the politicians to guard and love our criminals and corruption.

You are the person to lead us to better future. I know that you know what we want and need. Be a man, be one of us. Face the truth. The truth will set you free. Then you can lead us to a better future and ask us to forgive the past.

Written on January 1st, 2011.
Jon Lindal.


mbl.is „Tímabært að láta af illmælgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið fór til spillings, vona að völvuspáin gangi eftir.

Ég skil ekki hvað fjölmiðlamenn eru að púkka upp á þetta lið með endurteknum síldarþáttum og dekri. Boðskapur Jóhönnu og Steingríms er enginn, tími þeirra er liðinn, þau hafa ekkert jarðsamband, enga tengingu eða samhljóm með almenningi á Íslandi.

Staðreyndin er sú að árið 2010 fór alveg til spilli(ng)s.

Steingrímur og Jóhanna sviku áfram flest allt sem þau lofuðu fyrir síðustu kosningar. Þau reyna ítrekað að klína á þjóðina kostnaði við rekstur gamalla mafíufélaga sem rændu allt og rupluðu hér um nokkurra ára skeið.

Allir helstu glæpamenn landsins ganga áfram lausir og frjálsir á sama tíma og þeir sem gagnrýna lausagönguna af krafti eru boðaðir til lögreglu vegna gagnrýni sinnar.

Landsmenn eru vitlausir og skrifa daglega greinar í blöð og vefmiðla um að höft muni hneppa þjóðina í ánauð. Staðreyndin er sú að of mikið frelsi er búið að hneppa þjóðina í ánauð og það sem mest liggur á að gera er að hefta umtalsvert frelsi þeirra sem misnotuðu tækifærin sem þeir fengu þegar pólitískir vinir gaukuðu að þeim bönkum og fleiri góðum ríkisfyrirtækjum að launum fyrir pólitískan stuðning.

Þjóðin er svo vitlaus að hún kýs enn til valda gamalgróin spillingarbæli og valdaklíkur. Klíkan sem komst að 2009 hefur fengið býsna góðan starfsfrið á árinu 2010.
Þjóðin lærði ekkert um pólitík á árinu. Það bauðst tækifæri til þess í stjórnlagaþingskosningum en þjóðin sniðgekk það að mestu.
Reykvíkingar kusu að vísu nýjan borgarstjóra á árinu og fylgi einhver flokkur með í dílnum. En varla er hægt að segja að vit sé í borgarstjóranum, hvað þá flokknum. Enda ræður Samfylkingin öllu sem máli skiptir í borginni núna. Það má segja að það hafi verið góður díll fyrir Dag Eggertsson að fá völdin í borginni og að ná samkomulagi við Jón Gnarr um að svara hálfvitalega fyrir kosningasvikin. Mér þykir líklegt að þar uni báðir vel við sitt. En borgarbúar sitja í sömu súpunni og áður.

Það fjölgar jafnt og þétt í biðröðum eftir mat, skattar hækka, vinna minnkar, skuldir almennings aukast. Verðlag á uppleið og ríkisstjórnin passar að enginn samdráttur verði í verðbólgunni með því að demba á ýmsum skattahækkunum núna um áramótin þegar ýmsar mælingar voru farnar að sýna að þessi óðaverðbólga væri að hjaðna. Allt er á niðurleið ennþá hjá almenningi.

Það er enn reynt að klína Icesave á þjóðina. Allt árið var samninganefnd að störfum við að finna samning sem hægt yrði að troða upp á saklaust fólk.

Árið 2010 er svo sannarlega enn eitt ár spillingar og glataðra tækifæra.

Nú er það mín von að völvuspá Vikunnar gangi að mestu eftir. Þar er spáð fjársjóðsfundum á árinu og alvöru byltingu. Þar er spáð eðlilegum afdrifum nokkurra fjölmiðla. Í grundvallar atriðum má segja að völvan spái smá réttsýni og réttlæti á Íslandi á árinu 2011. Það veitir ekki af slíku hér, of mörg ár hafa farið í súginn. Vonandi verður árið 2011 árið sem Íslendingar fara að haga sér af einhverju viti og taka á málum af viti. Vonandi verður þetta árið sem við snúum af vegi efnahagslegrar og pólitískrar tortímingar.

Gleðilegt ár.


mbl.is Hættum þessu karpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband