Samspillingin í vanda.

Eigi Ísland að fara inn í ESB að uppfylltum hliðstæðum skilyrðum og Króatía þarf Samfylkingin líklega að byrja á að byggja fangelsi fyrir sína forystumenn og koma þeim þangað inn og henda lyklunum áður en möguleiki verður á að við komumst í ESB. Ef taka þarf á spillingu og óeðlilegri bankastarfsemi þurfa Íslendingar reyndar að byggja upp nýtt fjármálakerfi og nýtt stjórnkerfi, ætli þeir inn í ESB. Svo mikil er nú spillingin og sukkið hér að þessir 4 milljarðar í Króatíu myndu varla ná inn í nokkurn fréttatíma hér eða verða nokkurn tíma að ástæðu til að handtaka nokkurn mann. Allavega hefur enginn verið handtekinn út af 10-50 sinnum stærri málum hérlendis sem þó eru sambærileg að því leiti að óhófleg lán voru veitt vinum út á litlar eða engar raunverulegar tryggingar.

En ESB umsóknin fer að verða skrýtið mál ef umsækjendurnir þurfa að láta læsa sjálfa sig inni til langframa svo þeir geti uppfyllt nauðsynleg skilyrði til að koma þessu gæluverkefni í framkvæmd. Og þá þurfa þeir að loka sig inni með bestu vinum sínum, þeim Jóni Ásgeiri glæpamanni og Bjórgólfi Thor Icesaveskuldara. Það verða líklega ekki margir þekktir menn úr viðskiptalífi og stjórnmálum sem enn ganga lausir þegar ESB kveikir loksins græna ljósið fyrir Ísland til að ganga í sambandið ef nauðsynlegt er að taka á spillingu til að fá straum á þetta græna ljós.

Og þannig á þetta lið sem gekk harðast fram í að koma landinu á hausinn enn eftir að kosta okkur ómælt fé, hvernig sem fer, hvort sem það gengur laust eða ekki. Það kostar víst upp undir 30 þúsund kall dagurinn í steininum. Það er alveg ótrúlegt hvernig sumir geta einhvern veginn tryggt sér að verða eilíflega á opinberu framfæri, hvort sem þeir eru í afskrifuðum og ríkisstyrktum viðskiptum eins og Jón Ásgeir glæpamaður og Bjórgólfur Thor eða þeir eru í steininum eins og líkur eru á að báðir þessir menn verði innan fárra ára. Það virðist bara ekki vera hægt að komast hjá því að hafa þá á framfæri þjóðarinnar.


mbl.is Króatískir bankamenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tvö orð: Lánabók Kaupþings !

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2010 kl. 22:37

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Guðmundur. Góð ábending og gott dæmi er lánabókin fræga. Og af hverju dugir birting hennar ekki til að nokkur maður sé kominn í steininn. Þetta er alveg ótrúlegt.

Jón Pétur Líndal, 3.1.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband