Til hamingju Ólafur Ragnar Grímsson
1.1.2010 | 13:42
Ég verð að senda Ólafi Ragnari hamingjuóskir með fyrsta almennilega nýársávarp hans til þjóðarinnar í forsetaembætti.
Og ef hann er að meina það sem hann sagði verð ég líka að óska honum aftur til hamingju, því batnandi manni er best að lifa.
Það var afar athyglisvert hve sterklega Ólafur gagnrýndi stjórnskipun, spillingu, flokkstengsl og sundurlyndi. Hann talaði með lýðræði og móti flokksræði. Og ef hann er nú samkvæmur sjálfum sér, hlustar á sína eigin ræðu, hlýtur hann sjálfur að víkja sundurlyndisfjandanum til hliðar á morgun þegar hann tilkynnir hvort hann skrifar undir Icesave lögin eða vísar þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hlýtur í nafni sátta í stað sundurlyndis að ætla að fylgja vilja þeirra 53000 Íslendinga sem hafa skrifað undir áskorun um að fá málið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hlýtur í nafni sátta í stað sundurlyndis að taka mark á vilja þeirra 70% þjóðarinnar sem skoðanakannanir sýna að vill fá að greiða þjóðaratkvæði um málið. Hann hlýtur í nafni lýðræðis í stað flokksræðis að leyfa þjóðinni að ákveða afgreiðslu þessa máls í stað 33. atkvæða á Alþingi sem eru mörg hver hluti af þeirri spillingu sem Ólafi þykir greinilega nóg komið af.
Það er augljóst að margir eiga eftir að fjalla um nýársávarp Ólafs og leggja út af því. Ólafur hefur greinilega ákveðið eins og við Ástþór Magnússon og fleiri að stíga út fyrir löngu úrelta flokkspólitík og horfa nú frekar til almannahagsmuna og lýðræðisumbóta en flokkshagsmuna, klíkuskapar og spillingar. Það var raunar athyglisvert hve einstaklega mikill samhljómur er orðinn með Ólafi og Ástþóri. Ræðan hljómaði eins og innihald hennar kæmi frá Ástþóri, en lesin með vel slípuðu orðfæri Ólafs.
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var ágætt en sagt af heilum hug?
Baldur (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 13:54
Ég ætla að vera jákvæður og vona það þangað til annað kemur í ljós. Gleðilegt ár.
Jón Pétur Líndal, 1.1.2010 kl. 14:04
Óska þér árs og friðar! Nú hittist svo á að ég var að koma úr stuttu ferðalagi og hafði mér þar til afþeryingar að hlusta á nýársávarp forsetans. Og ég er þér fyllilega sammála um þessa túlkun á orðum hans. Meira að segja trúi ég ekki öðru en því að að þarna hafi hann verið að gefa þjóðinni vísbendingu um hvað fyrir honum vaki.
Til að breyta orðalaginu þá sé eg ekki betur en að hann hafi blátt áfram lokað á eftir sér í yfirfærðri merkingu og eigi bara enga leið til baka.
Við skulum hafa það hugfast að Ólafur forseti hefur fylgst afar vel með allri þróun þessa máls og allri umræðu. Og í viðtali við fréttamann ríkisútvarpsins gat hann þess að auki að hann hefði fylgst með lokaumræðu á Alþingi um þetta mál. Það hefði hann getað látið ósagt ef þar hefði ekki komið fram að þrátt fyrir að 33 fulltrúar þar hafi samþykkt frumvarpið þá lýstu 32 fullri andstöðu við lögin.
Árni Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 14:05
hef það eftir áræðanlegum heimildum að Geir Jón hafi beðið um að ekki væri hreyft við þessu máli í gær þar sem það væri
1 fullt túngl
2 löng helgi
Magginn (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 19:23
Maggin: Enda var Geir Jón sæmdur fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.