Fjölgun í stjórnarliðinu - ekki alveg óvænt.

Nú virðist Þráinn Bertelsson hafa gengið til liðs við stjórnarflokkana. Maðurinn sem var hin nýja aldna vonarstjarna í íslenskri pólitík s.l. vor. Bauð sig fram á nýjum framboðslista Borgarahreyfingarinnar og komst á þing. Þráinn náði að komast á tveggja manna laun hjá ríkinu, bæði með því að þiggja laun sem rithöfundur og síðan sem þingmaður á sama tíma. Að þessu takmarki náðu virðist Þráinn láta duga að Össur vinur hans lyfti höndum Þráins í atkvæðagreiðslum. Hefur Þráinn bundið aðra hönd sína við atkvæðagreiðsluhönd Össurar og getur nú samið og flutt sögur í þinginu eða gert hvað annað sem hann langar til á meðan Össur greiðir atkvæði fyrir báða. Þannig hefur hann sameinað með grannri taug til Össurar bæði störfin og getur sinnt þeim báðum samtímis án þess að láta annað trufla hitt.

Svona koma nú krossvinataugar í íslenskri pólitík til hagræðis þegar sinna þarf mörgum störfum í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfulsins drullusokkur er þessi maður.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband