Vel skipulögð fjársvik - af hverju ganga allir lausir??

Þetta er víst ekkert annað en vel skipulögð fjársvik eftir því sem þeir segja sem vel hafa skoðað þetta. Á flestum stigum fléttunnar tekst að svíkja út peninga. Það eru sviknir út peningar með lánum út á léleg veð, það eru sviknir út peningar á hlutabréfamarkaði, það eru sviknir út peningar með tilbúinni viðskiptavild og það er svikið undan skatti. Svikna féð er oftar en ekki falið á leynireikningum og í skattaskjólum að einhverju eða jafnvel öllu leyti. Eitthvað af því þarf þó að nota áfram í fléttunni eða til að koma næstu fléttu í gang. Það kostar víst peninga að búa til peninga, líka þegar um vel skipulögð fjársvik er að ræða.

Einn þeirra sem er nú orðaður við þetta hjá Berlingske Tidende er glæpamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, sem má víst fara að flokka sem einn af góðkunningjum lögreglunnar nú þegar dómum sem hann fær er smám saman að fjölga. En af hverju gengur hann laus?? Stundum er ekki annað að sjá en sérstakur saksóknari og Eva Joly séu bara dýrt grín. Það gerist ekkert markvert hjá þeim ennþá, og það sem verra er, það virðist vera búið að koma öllum málum yfir á þau. Aðrir laganna verðir horfa bara aulalega til glæpamannanna halda áfram á sömu braut og áður og virðast halda að ákveðin tegund glæpamanna á Íslandi hafi verið eyrnamerkt Evu Joly og sérstökum saksóknara. Þetta virkar nú í reynd eins og þessar glæpaklíkur séu nú undir vernd Evu Joly og Ólafs Haukssonar.
Allavega er ríkisstjórnin óhrædd við að vera í félagsskap við þá og rétta þeim upp í hendurnar ódýra orku og skattaafslætti á kostnað almennings. Að viðbættum endalausum afskriftum og skuldabyrði sem þjóðin á nú að bera fyrir þessa menn. Og ríkisstjórnin er svo dugleg að verja þetta að almenningur er farinn að trúa því aftur að þessir glæpamenn séu snillingar. Og samt eru þeir hættir að beita sínum eigin fjölmiðlum fyrir sig, allavega með áberandi hætti, til að sannfæra almenning. Enda þurfa þeir þess ekki. Þeir eru svo heppnir að hafa fengið hér þá allra bestu ríkisstjórn sem þeir gátu óskað sér, engin ríkisstjórn á Íslandi hefur nokkru sinni þjónað fámennum hagsmunahópi eins vel og núverandi ríkisstjórn gerir fyrir útrásarglæpamennina.


mbl.is Flett ofan af íslensku aðferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Jón Pétur .

Já, og afhverju ganga allir lausir spyrð þú, ég og þúsundir annarra ?

Hvar er sérsveitin nú ?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband