Bókatíðindi - Monica Lewinsky og Bill Clinton aftur saman í sviðsljósið.
20.12.2009 | 22:57
Nú er stutt í að út komi bók í Bandaríkjunum um framhjáhald og lygar Bills Clinton í forsetatíð hans. Þar kemur m.a. fram að hann hafi ekki bara verið í sambandi við Monicu, heldur einnig við Susan McDougal sem var ein af persónum í svokölluðu Whitewater máli. Í bókinni er víst ítarleg umfjöllun um þetta allt saman og einnig um lygar Clintons og yfirhylmingar hans og Ken Starr vegna þessara mála. Bókin er væntanleg í búðir í febrúar n.k. Þetta er eflaust fróðleg lesning um bull og bellibrögð valdamanna sem þurfa að snúa sig út úr erfiðum einkamálum.
Hér er tenging á nánari upplýsingar um þetta.
http://www.politico.com/news/stories/1209/30745.html
Athugasemdir
Er verra að Clinton eða Woods haldi framhjá, en aðrir karlar og konur?
Eygló, 21.12.2009 kl. 01:24
Sæl Eygló. Nei, það er alls ekki verra, ég er bara að auglýsa bókina fyrir aumingja Monicu sem varð nú hálf illa úti eftir þetta um árið. Og það er alveg sjálfsagt að blogga um þetta eins og annað úr því að gefin er út bók um málið þar sem rætt er við allavega suma aðila þess. Málsaðilar eru þar með að bjóða upp á umfjöllun um þetta, telja sig kannski hafa út úr því einhverja peninga. Mér finnst óþarfi að hunsa þetta úr því Monica er að ræða við bókarhöfund um málið. Það sem var annars verst í þessu máli að mínu mati var nú hvað Clinton var ótuktarlegur við hana þegar hann sagði með þjósti "I did not have sex with that woman".
Jón Pétur Líndal, 21.12.2009 kl. 01:54
Skepna! og kann við það!
Eygló, 21.12.2009 kl. 02:00
Sæl aftur Eygló og takk fyrir kommentið! Við eigum örugglega eftir að spjalla margt skemmtilegt hérna!!
Jón Pétur Líndal, 21.12.2009 kl. 02:13
Seturðu nokkuð við tækifæri eins og eina, litla, ljóta mynd af þér. Ég er svo sérsinna að mér finnst betra að "tala við" mannsmynd en óargadýr, mynstur, landslag eða bláa "kalla".
Ég mun ekki nota það gegn þér! ahahahah
Eygló, 21.12.2009 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.