Grátleg samtök.

SI eru grátleg samtök. Lýsa hér yfir stuðningi við gagnaver í Reykjanesbæ og finnst það grátlegt að ég og fleiri skulum ekki vilja sjá fleiri af tærum snilldarhugmyndum Bjórgólfs Thors.

Þeir hafa greinilega gleymt því hvað þeir eru sjálfir oft búnir að kvarta yfir háum vöxtum sem eru allt að drepa á Íslandi. Þessum vöxtum er nú haldið himinháum ennþá og má alls ekki lækka þá sem neinu nemur eftir nokkurra ára bankabrellur Bjórgólfs Thors og fleiri manna. Fasteignamarkaðurinn er nánast alveg stopp eftir m.a. þáttöku Bjórgólfs Thors og gömlu bankanna í fjármögnun íbúðarhúsnæðis. SI vilja sjá opinberar framkvæmdir á næstu árum til að tryggja félagsmönnum sínum einhver verkefni. Opinberir aðilar eru flestir í erfiðri eða vonlausri fjárhagsstöðu sem Björgólfur Thor hefur lagt sitt af mörkum til að skapa með aðild sinni að fjármálalífi landsins. Ríkið er svo skuldugt að vaxtagreiðslur þess á næstu árum munu einar og sér nema hærri fjárhæðum en framkvæmdafé undanfarinna ára hefur verið. Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun eru svo skuldug fyrirtæki að óvíst er að þeim takist að greiða af skuldum mikið lengur og endurfjármagna sig, hvað þá að þau geti fengið lán til nýframkvæmda til að tryggja orkusölu til gagnavers.

Það er eins og forsvarsmenn SI séu með bæði augun blind í þessu máli. Ég legg til að þeir lesi sínar fyrri yfirlýsingar og setji sig inn í orsakir og afleiðingar hlutanna áður en þeir gerast sendisveinar klíkuhópa gegn almannahagsmunum. Það rifjast upp í þessu sambandi gamla máltækið "Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur".


mbl.is „Grátleg umræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála eru víkingarnir ekki búnir að gera og fá nóg.

gishj (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband