Er nú ekki kæruleysi að hafa ekki áhyggjur af þessu Lúðvík?

Eigið fé uppurið og tugmilljaraða skuldir bæjarsjóðs. Er það ekkert til að hafa áhyggjur af? Bæjarstjórinn segir einhverjar eignir vantaldar í bókhaldinu sem muni stórbæta stöðuna. Þetta minnir nú á bókhaldsbrellur útrásarfyrirtækjanna og bankanna undanfarin ár. Þar voru efnahagsreikningar stöðugt fegraðir til að búa til hagnað og góða eiginfjárstöðu með því að "búa til" eignir á pappír sem hvergi hafa fundist þegar á reyndi. Loftbólubókhald má kalla þetta. Það er ekki til eftirbreytni að nota þessar aðferðir áfram. Síst til að bæta fjárhag sveitarfélaga. Miklu nær væri að bæjarstjórinn lýsti því yfir að hann hefði áhyggjur og ynni skv. því að því að laga stöðuna. Ef hann hefur engar áhyggjur og gerir ekkert raunhæft í málinu fer allt á versta veg hjá honum áður en langt um líður.
mbl.is Ekki áhyggjur af fjárhag Hafnarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uhh,, Álftanes ?

Hvað sagði Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri Vinstri Grænna hér á Álftanesi? Jú,  ,,eignir sveitarfélagsins eru vanmetnar, hér eru lönd og lóðir í eigu okkar sem metnar eru á 3-400 millur í efnahagsreikning, en klárlega ættu að vera amk. 2-2,5 milljarðar, það mundi laga stöðuna verulega'' ! Þetta fullyrti fyrrverandi bæjarstjóri Álftaness á bæjarstjórnarfundi í gær í ríflega klukkutíma ræðu sinni og einhverra hluta vegna tókst honum einnig að troða sér inná mælendaskrá á íbúafundi í gærkvöldi, einn bæjarfulltrúa!

Hver er að kaupa land og eða lóðir í dag? Það sem ekki selst þarftu einfaldlega að eiga áfram, nú eða hreinlega gefa!

Þessi sá hinn sami, þáverandi bæjarstjóri, kynnti fyrir  þingmönnum S-vestur kjördæmis endurskoðaða fjárhagsáætlun í lok okt. 2008, og ætlaði þar að skila bæjarsjóð með 1 milljón í afgang. karlinn fékk klapp á bakið og hrós frá buguðum þingmönnum, fyrir snilldar stjórn á okkar ágæta sveitarfélagi. Viku seinna lá hinsvegar fyrir, samkvæmt beiðni ráðuneytis, 9 mánaða uppgjör (þ.e. staðan 30.sept. 2008, viku fyrir hrun bankanna ), uppgjör sem hljóðaði uppá ríflega 400 millur  í mínus og árið endaði síðan í tæpum 900 millum í mínus.

Ég spyr því, af hverju hækkaði Sigurður ekki þá ekki matið á lóðum og löndum sveitarfélagsins í efnahagsreikningi 2008, ef það var svona rangt metið? Áttaði hann sig ekki á því fyrr en núna um daginn?

Spurningar er lúta að hluta til að svona ,,trixum''  fékk Sigurður frá mér á íbúafundi í gærkvöld. Í stað þess að svara hreinskilnislega, fór hann útí málalengingar um allt aðra hluti, sem sagt kom sér hjá því að svara og endaði með því að vera vísað aftur til sætis síns af fundarstjóra!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 23:18

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Elías og takk fyrir athugasemdina. Þetta er alveg ömurlegt hvernig er komið fyrir Álftanesi í dag. Og mér sýnist reyndar að fjárhagsstaða sveitarfélagsins og fleiri sveitarfélaga eigi eftir að hafa ýmsar afleiðingar sem ekki hafa verið í umræðunni ennþá. Á Álftanesi er t.d. nokkuð um íbúðir á leigumarkaði. Það er hætt við því að þær tæmist fljótlega, nú þegar nægt framboð virðist vera af leiguhúsnæði um allt höfuðborgarsvæðið. Þá má búast við að fólk í leiguhúsnæði færi sig til þeirra sveitarfélaga sem þurfa ekki að bæta sérstöku álagi á útsvarið á sama tíma og þjónusta verður skert. Ég heyrði allavega í einum leigjanda á Álftanesi í gær sem er á förum og veit um annan sem hefur verið að skoða það að stækka við sig. Ég býst við að í þeirri stöðu sem Álftanes er leiti hann nú út fyrir sveitarfélagið að stærra húsnæði, en ekki innan þess.

Það má því búast við fólksfækkun í sveitarfélögum í þessari stöðu sem gerir þetta enn verra fyrir þá sem eftir verða.

Jón Pétur Líndal, 19.12.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband