Ekki seinna vænna að árangur náist.

Mér finnst alveg vera kominn tími á að einhver alvöru árangur fari að sjást af starfi sérstaks saksóknara. Útrásarvíkingarnir virðast vera að egna fyrir stjórnmálamenn með alls konar gylliboðum, Bjórgólfur Thor langt kominn með sérsamning um skattfríðindi fyrir sína nýjustu viðskiptahugmynd og glæpamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefur enn ekki misst Haga og þar með Bónus þó Hagar séu í raun gjaldþrota. Það má víst alveg kalla Jón Ásgeir glæpamann því hann var nú í dag að fá sinn annan dóm vegna ólöglegra viðskiptagerninga. Sá dómur var kveðinn upp vegna máls sem höfðað var fyrir nærri 2 árum. Það er því enn langur vegur eftir þó einhverjar kærur fari að sjást, málarekstur og bið eftir endanlegum niðurstöðum getur tekið mörg ár, jafnvel þó sannanir séu sterkar og brotin stór.

Þá er landkynning Íslands þannig erlendis um þessar mundir að ef flett er upp í dagblöðum á netinu eins og t.d. Times Online svo dæmi sé tekið þá er óvenju mikiill fréttaflutningur um íslenska útrásarvíkinga, og flestar fréttirnar fjalla um hrunin viðskiptaveldi, markaðmisnotkun, grun um fjársvik, illa fengið fé, óeðlilegar lánveitingar til vina og viðskiptafélaga, litlar tryggingar fyrir lánum, sukkpartí o.s.frv.

Það er því tímabært að fara að fletta ofan af hlutum og sýna menn í réttu ljósi, sérstkalega menn sem eru í raun þjóðhættulegir séu þær vangaveltur réttar sem stöðugt eru í fréttum erlendis og hérlendis. Vonandi reynast einhverjir þessara manna heiðarlegir og vandaðir menn þegar málin eru krufin til mergjar. Það er gott fyrir heiðarlega menn að fjallað sé um málin sem fyrst, þá verða þeir bara hreinsaðir af óréttmætum áburði fyrr en seinna. Séu menn sekir má hins vegar reikna með að þeir þvæli málum og tefji eins og mögulegt er. Leiti allra undanbragða til að sannleikurinn þurfi ekki að koma í ljós.


mbl.is Árangurs að vænta fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband