Stefnumál Lýðræðishreyfingarinnar komast í framkvæmd á óvæntan hátt.

Það er gaman að Eyjan skuli gera þetta og áforma að bjóða upp á kosningar á netinu um fleiri málefni en Icesave. Það er nú ekki langt síðan síðast var kosið á Íslandi til alþingis og þá var beint lýðræði í ýmsum útfærslum sú grundvallarbreyting sem Lýðræðishreyfingin vildi koma á. En okkur tókst það auðvitað ekki, því fólk féll eins og venjulega fyrir fagurgala lygagalanna og kaus þá aftur eins og alltaf áður.

En nú hefur Eyjan boðað þessar netkosningar sem mér finnst vera snjöll hugmynd. Með þessu verður hægt að sýna fram á mjög skýran vilja þáttakenda í kosningunni og með trúverðugum hætti. Öryggi þessa kerfis á að vera nógu mikið til að Fréttablaðið og Stjórnarráðið geti ekki stundað kosningasvik, allavega ekki í stórum stíl.

Það eina sem vantar er að stjórnvöld hafa ekki ennþá skyldu til að taka mark á þessum kosningum og geta því snúið út úr öllum niðurstöðum sem þau eru ekki sátt við.

En það er spurning hvort ekki er hægt að nota þessa aðferð til að taka völdin af flokkakerfinu og ríkisstjórninni. Það yrði gert með því að efna til kosninga sem yrðu bindandi ef t.d. meirihluti atkvæðisbærra manna tækju afstöðu á sama veg, sem gæti t.d. verið í kosningum um að taka upp þessa aðferð til að ráða málum til lykta.

Ég ætla allavega að taka þátt í þessum kosningum núna og hvet alla landsmenn til að hafa sem mest áhrif á eigin framtíð með þáttöku í rafrænum kosningum.


mbl.is Þjóðarkosning um Icesave á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband