Er Egill Helgason dottinn úr sambandi?

Þessi þáttur Egils Helgasonar í dag var stórfurðulegur. Ég skildi nú aldrei hvert Egill var að fara með því að fá Vilhjálm Þorsteinsson til að tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins og reyna að selja okkur þá hugmynd að þessar skuldir séu bara litlar og lítið mál m.v. það sem flestir aðrir hafa reiknað út. M.a. vegna þess að svo mikið af þeim er vegna Actavis sem er víst alveg pottþétt gróðadæmi eins og annað sem viðskiptafélaginn Björgólfur er með puttana í. Og bjartsýnismaðurinn Vilhjálmur talaði nú líka eins og að krónan væri okkar helsta vandamál og ESB okkar eina von. Okkar vandi virðist helst stafa af því að við notum krónu og erum ekki í ESB en ekki af óreiðuskuldunum sem viðskiptafélagi Vilhjálms hefur skilið eftir sig um víðan völl og lætur þjóðina borga fyrir sig.

Það sem ég skildi þó síst í þessum þætti þáttarins var að Egill skyldi nú ekki nota tækifærið og spyrja Vilhjálm um hið nýja gróðabrall hans og Björgólfs Thors, gagnaverið í Reykjanesbæ sem ríkisstjórn ætlar að styðja vel við með skattaafslætti og alls kyns ívilnunum.
Ég hefði viljað heyra umræðu um hvernig stendur á því að þeir félagarnir hafa peninga í þetta á sama tíma og Björgólfur er hlaupinn frá Icesave með allt niður um sig. Þó gagnaver geti kannski verið gott fyrir Ísland þá væri miklu betra að klára Icesave úr því nógir peningar eru til hjá þessum mönnum.

Ég vona svo bara Vilhjálms Þorsteinssonar vegna að hans viðskipti með Björgólfi endi betur en viðskipti Magnúsar Þorsteinssonar og Björgólfs. Magnús segist verða orðinn gjaldþrota út af greiðasemi við Björgólf.
Vilhjálmur lítur greinilega mjög upp til Björgólfs eins og svo margir aðrir hafa gert. Það er auðvelt að misnota svona barnslega einfeldni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög gott framtak en er ekki nógu gott að einu leyti, það eru ekki allir með netbanka þannig að sumir geta ekki kosið.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband