Stjórnin sem frestar öllu.
13.12.2009 | 11:51
Það er auðvitað ríkisstjórn Íslands sem frestar öllu sem máli skiptir, t.d. öllu þessu.
Niðurskurði hjá sýslumönnum.
Niðurskurði hjá kvikmyndasjóði.
Niðurskurði útgjalda til að halda niðri refshætti í landinu.
Allskonar öðrum hagræðingaraðgerðum í ríkisfjármálum.
Aðstoð við heimilin og "venjulega Íslendinga".
Skattlagningu á stóriðju.
Icesave.
Fjárlagagerð.
Upprætingu spillingar.
Framkvæmd kosningaloforða Steingríms.
Framkvæmd kosningaloforða Jóhönnu.
Skattlagning gagnavers í Reykjanesbæ í eigu Björgólfs Thors.
Að leyfa almenningi að skipta sér af eigin málum með þjóðaratkvæðagreiðslum.
Persónukjöri.
Endurreisn Íslands.
Endurskipulagningu fjármálakerfisins.
Uppgjöri hrunsins.
Og mörgu öðru sem ég nenni ekki að leita að eða telja upp.
En sjálfsagt má ekki róta í neinu eða hrófla við neinu eða segja nei við nokkurn mann, þá afhjúpast spilling Samfylkingar og aumingaskapur VG opinberlega og það má auðvitað ekki gerast. Því verður að fresta með öllum ráðum.
Breytingum á sýslumannsembættum frestað til vors | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.