Gaman að geta gert þetta fyrir manninn sem hljóp burt frá Icesave.

"Í samningnum er gert ráð fyrir margs konar ívilnunum til fyrirtækjanna svo sem niðurfellingu gatnagerðargjalds og undanþágum frá ákvæðum skattalaga. Meðal annars er gert ráð fyrir að tryggt sé að tekjuskattshlutfall verði ekki hærra en 15% fyrstu 5 ár af gildistíma fjárfestingarsamningsins, 18% næstu 5 ár og 25% síðustu 10 árin þó svo að tekjuskattshlutfall fyrirtækja verið ákveðið hærra á þessum tíma."

Þessi klausa um vildarkjör í þessum samningi er tekin úr frétt um þetta mál á AMX. Það er gaman að Samfylkingarríkisstjórnin getur gert þetta fyrir vin sinn Björgólf Thor sem er aðaleigandinn á sama tíma og boðuð er alvöru skattlagning á stóriðjuna sem fyrir er í landinu og almenning allann. Leitt að hann getur ekki endurgoldið greiðann með því að borga Icesave fyrir okkur.

Þetta er allt saman athyglisvert. Skv. upplýsingum í fréttinni er þetta óskeikult gróðadæmi sem nýtir fullt af raforku, skapar mörg störf og býr til fullt af gjaldeyri. Tær snilld eins og Icesave.

Ég verð nú að segja að þó þetta líti voða vel út þá læðast að mér örlitlar efasemdir um allt þetta verkefni sem Björgólfur Thor stendur að. En það er allavega gott að geta veitt honum ívilnanir og skattagjafir í staðinn fyrir Icesave sem hann lét okkur fá. Hann þarf þá allavega ekki að reka þetta úr einhverju skattaskjóli fyrst það er nánast búið að tryggja þessu verkefni skattleysi í 20 ár.

Til hamingju Samfylkingarfólk alþýðunnar, sérstaklega heilög Jóhanna, heilög Katrín og Vilhjálmur Þorsteinsson sambloggari minn hér og ESB aðdáandi.


mbl.is Vill heimild til að semja um gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki skýjaborg, og enn eitt dæmið um fjármálafimleika og erlendar lántökur hins rússnesks þjálfaða Bjögga litla (jr, eða hinn yngri) ?

Er æskilegt að hann sé í áframhaldandi sýndarviðskiftum og skúffufyrirtækjaleik (Novator, Verne Holdings ehf. og Verne Real Estate ehf.) með fulltingi stjórnvalda ?  Er ekki nóg komið af sukki og skuldasöfnun og þeirri hrikalegu skuldaslóð sem þessi ''Thórsari'' skilur eftir sig og er ekki borgunarmaður fyrir og myndi aldrei borga enda búsettur á Kýpur, Limasol, hreiðri rússneskra glæpamanna og fjármálasvikara !

Hvernig stendur á því Vilhjálmur Þorsteinsson er að leppa eða ''fronta'' fyrir Bjögga litla, er það gróðavonin og meðvirkni, svona 2007 heilkenni ?

Hvað skildi nú hafa verið greitt fyrir þetta '' tvær stórar vörugeymslur af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar'' ? 

Allt þetta mál er draumórakennt og fjarstæðukennt og ber keim af heimskulegu dekri við vafasama fjárglæframenn á borð við Bjögga litla.

Er þjóðin ekki fullsödd af fjármálakúnstum og rússneskri neðanjarðarhagfræði sem gengur út á að stela og stela sem mestu?

Nær væri að veita skattaívilnanir til að styrkja raunverulegann innlendan iðnað og lækka raforkuverð til grænmetisframleiðenda.

Halli (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband