Merkilegt hvað hægt er að gera mikið fyrir fáa en lítið fyrir marga.
12.12.2009 | 08:45
575 íbúðir og 10 milljarðar segir í fréttinni. Sennilega hefði þurft að afskrifa eða endursemja um 2-4 milljarða af þessari upphæð til að viðkomandi aðilar hefðu flestir getað bjargað sér áfram. Og það má búast við að upp undir 10 sinnum fleiri íbúðir og fullt af atvinnuhúsnæði eigi eftir að fara á hendur bankanna í viðbót þegar uppboðshléi lýkur 1. mars á næsta ári. Og það þýðir þá að verðmætið sem bankarnir fá þar í viðbót má áætla um 100 milljarða og að sama skapi má áætla að með 20-40 milljörðum í afskrift eða endurskoðuðum lánakjörum mætti leysa úr flestum þessara mála. Þannig að vanda íbúðareigenda virðist þá vera að stærðargráðu allt að 45 milljarðar. Það er nú ekki nema eins og vextir af Icesave í stuttan tíma eða eins og brot af einu "litlu" gjaldþroti hjá stóru köllunum sem eru að afskrifa hjá sér í belg og biðu.
Og ég vil koma því hér að að ég hef séð nokkur dæmi um mál þar sem eignir eru komnar á hendur bankanna eða stefna í þá átt og í öllum þeim tilfellum sem ég hef séð þá væri ekki um nokkurn vanda að ræða fyrir lántakandann ef bankarnir hefðu staðið við sín upphaflegu kjör á lánunum og áætlanir um verðþróun þeirra. Þeir rukka alltaf það sem þá langar í á hverjum tíma í skjóli verðtryggingar og breytilegra vaxta. Sjálfur hef ég kynnst því í mínum rekstri á undanförnum árum að það hefur verið auðvelt að gera áætlanir um reksturinn með 90-95% nákvæmi á öllum sviðum nema einu. Þetta eina sem engin leið er að áætla nærri lagi er kostnaður af lánsfé, vaxtakostnaður og skyldir liðir. Sé farið eftir upplýsingum frá bönkunum er allt eins víst að sá liður fari 300-600% fram úr áætlun. Þetta er vandi íbúðareigenda og smáfyrirtækja í hnotskurn. Þess vegna hef ég oft sagt og legg enn á það áherslu að það þarf að tryggja í bankakerfi framtíðarinnar að bankarnir verði látnir standa við sín kjör. Öðruvísi verður aldrei hægt að endurreisa Ísland.
Það er óskiljanlegt að ekki skuli vera hægt að endurskoða lánakjör á um 6000 eignum sem hafa veruleg áhrif á framtíð álíka margra fjölskyldna og kannski um 20000 manns þegar að líklega þarf ekki stærri upphæð til þess. Hins vegar virðist ekkert mál þurrka út 300 sinnum hærri upphæðir fyrir nærri því 300 sinnum færra fólk. Merkilegt hvað hægt er að gera mikið fyrir fáa en lítið fyrir marga.
Hafa yfirtekið 575 íbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skjaldborgin sko, skjaldborgin!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 09:10
burt með verðtryggingu og breytilega vexti
Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 09:21
Stjórnvöldum finnst almenningur bara hafa það ,,nokkuð passlega skítt". Það þarf náttúrulega að styrkja stöðu bankanna svo þeir geti afskrifað fyrir útvalda.
Hansína Hafsteinsdóttir, 12.12.2009 kl. 10:16
Já merkilegt er það
Verð að segja Ráðamenn eru Aumingjar
og Almúginn eru líka Aumingjar að láta bjóða sér þetta
Fyrir um 20 árum var maður settur í fangelsi fyrir að vera Okurlánari því hann lánaði á 20% vöxtum.
í dag eru Okurlánastofnanir sem almenningur á en ráðamenn stjórna sem auðvaldið stjórnar.
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 10:46
Er ekki kominn tími á að gefa skít í flokkahagsmunaríkisstjórnun, og sýna það í verki.
Ég mæli með svínaskít, hann lyktar líkast þeim lítilsvirðinga hugsunarhætti sem viðgengst innann stjórnsýslunar
Bogi Jónsson, 12.12.2009 kl. 11:43
Já það sem skrítinn gjörningur sem vinur minn lenti í, bankinn yfirtók húsið hans á 33 m og seldi aftur fyrir 25 m, það hefði reddað honum
En hvort einhver gæðingur fékk húsið eða ekki veit ég ekki en en því fylgdi nokkra miljóna viðgerðakostnaður
SVO ÞETTA ER ALVEG ÓSKILJANLEGT.
Sigurður Helgason, 12.12.2009 kl. 15:04
Vel mælt Jón.
Rúnar Þór Þórarinsson, 12.12.2009 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.