Neró spilaði á hörpu meðan Róm brann.
11.12.2009 | 17:02
Til hamingju Íslendingar með nafnið á tónlistarhúsinu. Það rifjaðist upp á augabragði þegar ég sá þetta nafn að Neró spilaði á hörpu meðan Róm brann á sínum tíma.
Það er kaldhæðnisleg samsvörun í því að þetta hús skuli fá þetta nafn á sama tíma og eignir landsmanna hafa brunnið upp í afleiðingum góðærisins sem var talið vera þegar ákveðið var að byggja þetta hús. Og þetta hús verður eldsneyti á skuldabálið næstu áratugina. Borg og ríki eiga að borga þetta ásamt svo mörgu öðru sem anað var út í af fyrirhyggjuleysi á góðæristímanum svokallaða.
Annars held ég að við eigum fljótlega eftir að sjá í bréfsefni hússins, undirtitilinn "Reykjavík City Music Hall" og að húsið muni nú ganga undir því nafni eða öðru sambærilegu alls staðar annars staðar en á Íslandi þegar fram í sækir.
Harpa skal tónlistarhúsið heita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
FIÐLU... Neró spilaði á fiðlu meðan róm brann.
Hér verður það Jóhanna sem spilar á Hörpu.
Það er ekki það að fólk vilji ekki að hún spili á hörpu og það sem fyrst.
Eini munurinn er að flestir vilji að hún geri svo með Himnaföðurnum en ekki í "Fjárlaga-gatinu" eins og holan er kölluð við hlið kristallshallarinnar!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 17:38
Það hefur verið frekar erfit fyrir hann að spila á fiðlu þegar það voru 500ár í að firsta fiðlan var gerð.
Atli Már (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 19:38
Sæll Óskar og takk fyrir athugasemdina. Sennilega höfum við báðir rangt fyrir okkur. Fiðlur voru víst ekki til á þessum tíma og ekki líkur á að sagan af Neró sé alveg dagsönn. Því tek ég mér það bessaleyfi að segja að hann hafi spilað á hörpu. En sumar sögur segja að hann hafi spilað á eitthvað sem líkist lýru, aðrar að hann hafi ekki spilað neitt, bara sungið á meðan borgin brann.
En burtséð frá þessu öllu þá eru ráðamenn allavega að dunda sér við tónlistardrauma á meðan hagkerfinu blæðir út.
Jón Pétur Líndal, 11.12.2009 kl. 22:41
Sæll Atli Már. Þetta er nú einmitt það sem ég hef lesið mér til, að Róm hafi brunnið löngu fyrir daga fiðlunnar.
Jón Pétur Líndal, 11.12.2009 kl. 22:42
Eftir því sem ég best veit er um seinni tíma orðatiltæki að ræða: Að Neró hafi spilað á hörpu eða fiðlu á meðan Róm brann. Og stenst ekki sagnfræðilega skoðun.
Jens Guð, 12.12.2009 kl. 01:07
Rétt er það að sagnfræðin bendir til að Nero hafi ekki spilað neitt hlóðfæri á meðan Róm brann, það er ekki það sem skiptir megin máli í þessari færslu, þó fólk hafi gaman af að leiðrétta aðra. En ég verð að segja að þarna komstu með góða samlíkingu og nú skil ég afhverju mér var illa við þetta nafn, í huga mínum var þessi þjóðsaga að krauma. Ætli "Ragnarök" hefði ekki betur átt við, frekar svona þjóðleg lýsing á falli þjóðarinnar og þetta hús verður ævivarandi minning þess. ;)
Linda, 12.12.2009 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.