Sýnir vel óeðlileg tengsl og áframhaldandi spillingu.
11.12.2009 | 08:14
Þetta er nú bara ágætt dæmi um óeðlileg tengsl, þegar eiginkona bankastjórans á umtalsverðra hagsmuna að gæta í viðskiptum við aðila sem eru yfirmenn eiginmannsins og meðal stærstu eigenda í bankanum. Er nú ekki ástæða til að fara vel yfir athafnir Bjarna í bankanum á þessum tíma? Eða vissu Baugsmenn ekki að Helga væri kona Bjarna?? Það er nú ólíklegt.
Og varðandi það sem hefur verið í fréttum í gær og morgun, að um 4 milljarða krafa félaga Bjarna á þrotabú Glitnis hafi farið á kröfulistann fyrir mistök og verið dregin til baka og allir aðilar hafi sæst á uppgjör. Það fylgir nú með í sumum fréttum af þessu, án þess að ég hafi neina fullvissu fyrir sannleiksgildi þessara frétta, að krafan sé dregin til baka vegna þess að henni hafi verið skuldajafnað. Það þýðir nú bara á einfaldara máli að þessi krafa hefur verið greidd. Það er því alrangt að Bjarni sé að skila þessum fjármunum til baka eða gefa þá eftir. Þvert á móti er hann búinn að fá borgað og frekar spurning hvort verið er að taka hans kröfur fram yfir aðrar kröfur í bankann með því að gera þetta upp með þessum hætti.
Leigði Baugi einbýlishús þegar Bjarni stýrði Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er lýsandi dæmi um það baktjaldamakk sem á sér enn stað í þjóðfélaginu. Á meðan verðum við lýðurinn að reyna halda niðrí okkur gubbunni og hvað? Eigum við bara að kyngja? Nei og aftur nei! Það þarf enginn að segja heilvita lýðnum að þetta sé bara allt í "eðlilegum" farvegi. Hér sem í öðru sem tengist þessu klúðri öllu viljum við allt upp á borðið. Strax! Jóhanna og Steingrímur, reynið nú að sýna smá dug og komið með allt upp á borðið í öllu því sem viðkemur fjármálahruni Íslands. Þetta kemur okkur við! Það erum VIÐ sem blæðum! Við krefjumst þess að fá að vita hvernig í málum liggur! Og svona skrípaleikur, að fara eins og köttur í kringum heitan graut í svona málum, er EKKI það rétta á Íslandi í dag. Ef svo heldur sem horfir trúi ég ekki öðru en að hér verði bylting.
assa (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 10:20
Minnumst frægra orða Ingibjargar Sólrúnar í beinni útsendingu frá Iðnó síðasta haust þegar hún sagði: "þið eruð ekki þjóðin"
Semsagt okkur kemur þetta ekkert við. Haldið bara áfram að sukka og stunda baktjaldamakk.
Jón Óskarsson, 11.12.2009 kl. 13:18
Hún var nú sloj.
Axel Guðmundsson, 11.12.2009 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.