Tiger greinilega góður með kylfuna eins og golfkylfuna.

Ég hugsa að "hola í höggi" sé algengari hjá Tiger en fólk hefur hingað til grunað. Hann kann greinilega vel á allar sínar kylfur. Hann er líklega ekki bara góður kylfingur þegar hann er úti á túni að elta golfkúlurnar. Hann virðist ekki síður kunna að beita áföstu kylfunni og vinna með henni góða sigra. En það er líka eins og sagt er að "kylfa ræður kasti" og þó hann sé góður með allar kylfurnar þá eru afleiðingarnar af góðum og skemmtilegum leik ekki endilega góðar. Sérstaklega ef notuð er röng kylfa á röngum stað í rangri keppni, þá getur illa farið, þó vel sé leikið.

En það er nú með Tiger Woods eins og Bjarna Ármannsson að honum ætti að vera vel borgið þrátt fyrir mótlætið og þó vitlaust hafi verið slegið með vitlausri kylfu þá gleymist það sjálfsagt fljótt, sérstaklega ef hann snýr sér að því að nota bara réttu kylfurnar þegar hann er að heiman og hina kylfuna bara heima hjá sér.


mbl.is Biður konu Tigers afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var einu sinni bandarískur bisnessmaður í viðskiptaleiðangri í Japan
og eitt kvöldið ákvað hann að leigja sér fylgdarkonu til að stytta sér stundir.
Meðan þau gömnuðu sér fyrstu nóttina öskraði daman: "Hashimota! Hashimota!".
Hann vissi ekkert hvað það þýddi en hann var handviss um að það væri eitthvað gott og dró hvergi af sér.Daginn eftir fer hann í golf með öl...lum japönsku vinum sínum og hann nær holu í höggi.
Hinir klappa fyrir honum og hrósa og hann ákveður að segja "hoshimota".
Hinir horfa á hann með skrýtnu augnaráði og hann veit ekkert hvað er að gerast.
Að lokum segir einn við hann: "Hvað meinurðu, röng hola?"

Monzi (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Monzi og kærar þakkir fyrir þessa skemmtilegu sögu.

Jón Pétur Líndal, 10.12.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband