Til hamingju Bjarni.
10.12.2009 | 13:48
Ég samgleðst með Bjarna ef honum tekst að bjarga kröfum sínum og koma þessum aurum í sparibaukinn. Svo má ekki gleyma því að hann ætlar ekkert að borga einhverjar skuldir upp á nærri 1 milljarð ef ég man rétt, enda væri það fjárhagslega ábyrgðarlaust af honum að gera það. Og þar sem þetta er mjög ábyrgur maður lætur hann ekki hanka sig á slíkum aulahætti sem það er að borga þennan milljarð.
En að þessu samanlögðu þá nær hann vonandi að landa um 5 milljörðum af almannafé í sína vasa, þannig að honum ætti að vera sæmilega borgið. Flesta munar allavega eitthvað um svona upphæð.
Fyrir hönd forsetans, ríkisstjórnarinnar og almenning í landinu sendi ég þér, Bjarni Ármannsson, hamingjuóskir með árangur þinn og auðsýndan hlýhug til þjóðarinnar á erfiðum tímum.
Heildarkröfur Bjarna 4 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skítbuxi og táknmynd bankahyskisins þessi bjarni.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 04:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.