Skrílveldi - grísveldi - minnihlutinn ræður.
10.12.2009 | 01:18
Það er nokkuð ljóst að Icesave verður að lokum samþykkt af Alþingi og hengt á þjóðina gegn vilja meirihluta hennar. Og án þess að þjóðin fái að kjósa um málið. Og forsetinn mun varla gera athugasemdir við málið. Honum þykir eflaust hæfa að í þessu máli fái að vera gjá milli þings og þjóðar og önnur gjá milli hans og þjóðarinnar. Það er alveg ljóst að meirihluti þess fólks sem um málið vélar hefur einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en almannahagsmuni. Þannig að það stefnir í að tekin verði skrílræðisleg ákvörðun í málinu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og sú ákvörðun verði svo staðfest á grísræðislegan hátt af þjóðhöfðingjanum.
Meirihluti vill kjósa um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.